Ofsafengin árás en ekki tilraun til manndráps

Landsréttur staðfesti fjögurra ára dóm yfir manninum.
Landsréttur staðfesti fjögurra ára dóm yfir manninum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lands­rétt­ur hef­ur staðfest fjög­urra ára dóm yfir Snæþóri Helga Bjarna­syni, fyr­ir sér­stak­lega hættu­lega lík­ams­árás gagn­vart fyrr­ver­andi kær­ust­unni sinni en hann réðst á hana með kaldrifjuðum hætti í Kópa­vogs­dal í ág­úst 2023. Einnig var hann sak­felld­ur fyr­ir aðra aðra sér­stak­lega hættu­lega lík­ams­árás gagn­vart sömu konu í júní 2022.

Snæþór áfrýjaði dómi héraðsdóms, en hann neitaði sök í of­beld­isliðum ákær­unn­ar og sagðist meðal ann­ars ekki hafa verið á staðnum í árás­inni í Kópa­vogs­dal. Sak­sókn­ari hafði farið fram á að hann yrði sak­felld­ur fyr­ir til­raun til mann­dráps í þeirri árás, en hann hafði ít­rekað sparkað í hana og þá sér­stak­lega í höfuðið, reynt að  kyrkja kon­una og haldið henni með kyrk­inga­taki þar sem hún var með höfuðið und­ir vatni í nær­liggj­andi læk.

At­hygli vakti í fyrra þegar Snæþór var lát­inn laus úr haldi þrátt fyr­ir að hafa hlotið 4 ára dóm í héraði, þar sem hann hafði áfrýjað dóm­in­um til Lands­rétt­ar. Vísað var til þess að til að geta hneppt menn í varðhald til lengri tíma þyrfti að liggja fyr­ir brot sem meira en 10 ára fang­elsi gæti legið við. Það ætti ekki við í þessu máli þar sem hann hefði aðeins verið sak­felld­ur fyr­ir sér­stak­lega hættu­lega lík­ams­árás en ekki til­raun til mann­dráps.

Veg­far­andi kom til aðstoðar

Veg­far­andi á raf­magns­hlaupa­hjóli átti leið um og sá til fólks­ins og kallaði til þeirra. Við það hætti maður­inn bar­smíðum og hljóp á brott. Lýsti vitnið því meðal ann­ars hvernig hann hefði greini­lega heyrt mann­inn segja með ógn­andi hætti við kon­una „á ég ekki bara að klára þetta.“

Þrátt fyr­ir að bæði héraðsdóm­ur og Lands­rétt­ur hafi kom­ist að þeirri niður­stöðu að maður­inn hafi í báðum mál­um ráðist að kon­unni eins og ákært var fyr­ir, töldu dóm­stól­arn­ir að ekki væri kom­in full­nægj­andi sönn­un fyr­ir því að árás­in hafi verið líks­hættu­leg. Hafði ákæru­valdið ít­rekað kröfu sína fyr­ir Lands­rétti um að árás manns­ins í Kópa­vogs­dal yrði flokkuð sem til­raun til mann­dráps.

Í dóm­in­um kem­ur fram að vitnið hafi sagt mögu­legt að um­mæli manns­ins sem vísað er í hafi verið sett fram sem spurn­ingu, en að virst hafi að kon­an ætti ekki neina val­kosti. Sagðist maður­inn hafa verið í um 10 metra fjar­lægð frá fólk­inu og séð árás­ina.

Lét af hátt­semi „áður en sér­stak­ur skaði hlaust af“

Í dóm­un­um er vísað til dóma­for­dæm­is Hæsta­rétt­ar um að það hafi þýðingu við ákvörðun sem þess hvort að vopn­um hafi verið beitt, svo og á hvaða lík­ams­hluta ráðist hafi verið á. Árás með skot­vopni eða hníf sem bein­ist til dæm­is að höfði, hálsi, brjóst­kassa eða kviði leiði meðal ann­ars oft­ar til þess að ásetn­ing­ur telst sannaður þegar ákært er fyr­ir til­raun til mann­dráps en þegar aðrar verknaðaraðferðir er um að ræða.

„Í þessu máli fólst at­laga ákærða í högg­um og spörk­um, þar á meðal í höfuð, hann tók brotaþola hálstaki og hélt höfði henn­ar á kafi í vatni. Af síðast­nefndu hátt­sem­inni lét hann áður en sér­stak­ur skaði hlaust af,“ seg­ir í dómi Lands­rétt­ar. Rétt er að hafa í huga að Snæþór lét af árás sinni vegna þess að veg­far­and­inn orðið áskynja um árás­ina og kallað til þeirra.

Ofsa­feng­in og beind­ist að viðkvæm­um lík­ams­hlut­um

Verða því ekki dregn­ar álykt­an­ir af verknaðaraðferðinni um hvort ásetn­ing­ur hafi verið til mann­dráps, „að öðru leyti þótt lagt sé til grund­vall­ar að árás­in í heild sinni hafi verið ofsa­feng­in og beinst að viðkvæm­um lík­ams­hlut­um,“ seg­ir í dóm­in­um.

Þá vís­ar Lands­rétt­ur til þess að til að sönn­un fyr­ir ásetn­ingi liggi fyr­ir þurfi að sanna að „ákærði hafi álitið langlík­leg­ast að af­leiðing­ar af full­frömdu broti kæmu fram.“ Tel­ur Lands­rétt­ur ekk­ert komið fram um hug­læga af­stöðu hans og er fall­ist á með héraðsdómi að „ekki sé unnt að draga þá álykt­un af þeim orðum sem ákærði lét falla meðan á at­lögu hans stóð og vitnið B bar um að ásetn­ing­ur ákærða hafi staðið til mann­dráps.“ Er þar verið að vísa til orðanna „á ég ekki bara að klára þetta“ sem vitnið sagðist hafa heyrt greini­lega.

Sem fyrr seg­ir staðfest­ir Lands­rétt­ur því fyrri dóm og hlaut Snæþór fjög­urra ára dóm, auk þess að vera gert að greiða kon­unni 2,5 millj­ón­ir og tæp­lega 8 millj­ón­ir í sak­ar­kostnað fyr­ir báðum dóms­stig­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert