„Pirrandi“ að þurfa að tala ensku í búðinni

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 2:16
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 2:16
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
  • default, selected

Lilja Al­freðsdótt­ir, vara­formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins og Snorri Más­son, þingmaður Miðflokks­ins, segja að það fari í taug­arn­ar á þeim að þurfa að tala ensku þegar þau fara að versla.

Þetta er meðal þess sem kem­ur fram í sam­tali Lilju og Snorra við Dag­mál mbl.is. Sjá má umræður um málið í meðfylgj­andi mynd­skeiði.  

Hinn val­kost­ur­inn að heil­brigðis­kerfið grotni niður 

Hins veg­ar bend­ir Lilja t.a.m. á að þörf sé á er­lendu vinnu­afli til að manna heil­brigðis­kerfið og því sé málið ekk­ert sér­stak­lega ein­falt þegar kem­ur að mál­efn­um um ís­lenskr­ar tungu. 

„Við eig­um að geta fengið alla þjón­ustu á Íslandi á ís­lensku. En hins veg­ar þarf maður líka að vera praktísk­ur í þessu. Hvað ætl­um við að gera þegar það vant­ar starfs­fólk í heil­brigðisþjón­ustu. Ætlum við að láta heil­brigðis­kerfið grotna niður. Ég segi nei við því,“ seg­ir Lilja. 

Hún tel­ur mik­il­vægt að horfa til þess að aldrei hafi verið meiri ásókn í ís­lensku­nám í há­skól­an­um og að það eina sem hægt sé að gera sé að bæta aðgengi að nám­inu. 

Heildarör­lög þjóðmenn­ing­ar­inn­ar í húfi 

Snorri seg­ir að nauðsyn þess að grípa til ensku þegar hann fer út í búð, pirri hann djúp­lega.

„Ég get al­veg glímt við það praktíska úr­lausn­ar­efni að tala á ensku úti í búð. En þetta pirr­ar mig djúp­lega að því leyti að maður sér heildarör­lög þjóðmenn­ing­ar sinn­ar ljós­lif­andi fyr­ir aug­um í húfi. Því það er raun­veru­lega áminn­ing­in sem maður fær í hvert skipti,“ seg­ir Snorri.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert