Sakar ráðuneyti Kristrúnar um brot á trúnaði

Ólöf spyr af hverju ráðuneytið hafi ekki spurt hana hvort …
Ólöf spyr af hverju ráðuneytið hafi ekki spurt hana hvort að það mætti gefa Ásthildi nafn hennar. mbl.is/Karítas

For­sæt­is­ráðuneyti Kristrún­ar Frosta­dótt­ur brást kon­unni sem upp­ljóstraði um að Ásthild­ur Lóa Þórs­dótt­ir hefði haft sam­ræði við dreng þegar hún var 22 ára göm­ul.

Þetta full­yrðir Ólöf Björns­dótt­ir, fyrr­ver­andi tengda­móðir Ei­ríks Ásmunds­son­ar, barns­föður Ásthild­ar Lóu, í viðtali við Rík­is­út­varpið.

Áður en hún sendi er­indi á for­sæt­is­ráðuneytið þar sem hún óskaði eft­ir fundi kvaðst hún hafa hringt í for­sæt­is­ráðuneytið og fengið skýr svör um að ef hún sendi póst yrði fyllsta trúnaðar gætt.

Kom Ólöfu í opna skjöldu að Ásthild­ur vissi af er­ind­inu

„Hvert get ég sent til þess að það sé full­ur trúnaður um málið? Hvert get ég sent? Jú, þú get­ur sent á for@for.is og ég sagði: Bíddu, er al­gjör trúnaður þar? Fer það ekki neitt út um bý? Ég vil gjarn­an vernda – ég vil gjarn­an vernda, þetta er erfitt og leiðin­legt – og ég fór aðeins út í það að ég væri að vernda. Al­gjör trúnaður,“ seg­ir Ólöf um sím­talið sem hún átti við starfs­mann í for­sæt­is­ráðuneyt­inu.

Það hafi því komið henni í opna skjöldu þegar Ásthild­ur Lóa hafði kom­ist á snoðir um er­indi henn­ar til for­sæt­is­ráðherra.

Ekki var það minna óvænt þegar ráðherra bankaði á dyrn­ar heima hjá henni. Eins og fram hef­ur komið þá var það aðstoðarmaður Kristrún­ar sem lét Ásthildi fá nafn Ólaf­ar.

„Ráðuneytið brást“

Ólöf seg­ir að for­sæt­is­ráðuneytið hafi brugðist öll­um hlutaðeig­andi og þá skil­ur hún ekki af hverju for­sæt­is­ráðuneytið bað ekki um leyfi áður en aðstoðarmaður Kristrún­ar gaf Ásthildi nafnið á Ólöfu.

„Ég var bara svo ras­andi, af hverju hringdi ekki ráðuneytið og sagði „hún veit nafnið þitt“? Eða meg­um við gefa upp nafnið þitt? Má hún hafa sam­band við þig? Mér fannst ráðuneytið al­gjör­lega hafa brugðist frá a-ö,“ sagði Ólöf í viðtal­inu.

„Ég lít al­gjör­lega á þetta sem trúnaðar­brot. Hugsaðu þér ef ég væri nú viðkvæm kona, sem væri að reyna að koma á fram­færi ein­hverju stóru máli. Að kona þurfi að segja af sér ráðherra­embætti af því að hún svaf hjá ung­lings­pilti. Þetta er stór­mál. Ég var að vernda hana – trú­irðu því? Ég var að vernda hana með því að reyna að fá fund hjá Kristrúnu og hún mætti kalla hana inn og ég skyldi feisa hana – af hverju ég vildi að hún færi og svo ætti hún bara að fara þegj­andi og málið væri dautt. Nei. Ráðuneytið brást ekki bara mér og Ei­ríki, þau brugðust henni líka.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert