Stúdentar skora á 400 fyrirtæki

Sigrún Helgadóttir, framkvæmdastjóri Norðuráls Grundartanga, Arent Orri Jónsson Claessen, forseti …
Sigrún Helgadóttir, framkvæmdastjóri Norðuráls Grundartanga, Arent Orri Jónsson Claessen, forseti SHÍ, Arnhildur Pálmadóttir, arkitekt, Atli Sigurður Kristjánsson, markaðsstjóri CCEP á Íslandi, Ásthildur Bertha Bjarkadóttir, stúdentaráðsfulltrúi og Emilía Borgþórsdóttir, verkefnastjóri sjálfbærni hjá Húsasmiðjunni á kynningarfundi verkefnisins. Ljósmynd/Ari Páll Karlsson

Á fimmta tug fyr­ir­tækja hafa tekið áskor­un stúd­enta við Há­skóla Íslands um að stíga fleiri og stærri skref í átt að sjálf­bær­um rekstri.

Þetta seg­ir í til­kynn­ingu frá Stúd­entaráði Há­skóla Íslands (SHÍ) sem kynnti ný­verið nýja sjálf­bærni­her­ferð stúd­enta, Stúd­ent­ar taka til.

Taki virk­an þátt í að skapa grænna sam­fé­lag

Seg­ir enn frem­ur að áskor­un­in byggi á fjöl­mörg­um er­lend­um rann­sókn­um sem sýni að arðsemi fyr­ir­tækja auk­ist til lengri tíma sé sjálf­bærni sýni­leg­ur hluti af rekstr­in­um og var hún send til um 400 ís­lenskra fyr­ir­tækja.

Þá vill SHÍ að ís­lensk fyr­ir­tæki verði leiðandi í sjálf­bærni og taki virk­an þátt í að skapa grænna sam­fé­lag til framtíðar. Sjón­um sé því beint að 400 fyr­ir­tækj­um sem stúd­ent­ar leiti til eft­ir vör­um og þjón­ustu á hverj­um degi.

Rúm­lega 120 aðgerðir

„Í há­skól­um lands­ins eru um 20 þúsund nem­end­ur og af þeim hópi stunda um 14 þúsund manns nám við Há­skóla Íslands. Sé litið til meðal­neyslu á árs­grund­velli má áætla að nem­end­ur HÍ verji um 61 millj­arði króna í neyslu og þjón­ustu yfir árið. Þetta er því afar stór og mik­il­væg­ur mark­hóp­ur sem fyr­ir­tæki og stofn­an­ir hafa hag af því að hlusta á og svara kalli stúd­enta um aukið gagn­sæi hvað varðar sjálf­bærni,“ er haft eft­ir Ar­ent Orra Jónas­syni Claessen, for­seta stúd­entaráðsins.

Þá munu fyr­ir­tæki sem taka áskor­un­inni geta unnið með rúm­lega 120 aðgerðir sem tengj­ast sjálf­bærni. Aðgerðirn­ar séu t.a.m. flokk­un á plasti, kaup á um­hverf­is­vottuðum blek­hylkj­um og inn­leiðing stefnu varðandi einelti og kyn­ferðis­legt áreiti.

Munu fyr­ir­tæk­in geta fylgst með fram­vindu sinni í raun­tíma í sjálf­bærni­hug­búnaðinum Lauf­inu og fengið reglu­lega end­ur­gjöf um stöðu sína í sam­an­b­urði við önn­ur fyr­ir­tæki.

Einnig geta þau kom­ist á sér­stak­an heiðurslista stúd­enta sem verður birt­ur í októ­ber og hlotið nafn­bót­ina Fyr­ir­tæki framtíðar­inn­ar.

Ásthildur Bertha, stúdentaráðsfulltrúi kynnir heimasíðu verkefnisins og mælaborðið sem sýnir …
Ásthild­ur Bertha, stúd­entaráðsfull­trúi kynn­ir heimasíðu verk­efn­is­ins og mæla­borðið sem sýn­ir stöðu þess. Ljós­mynd/​Snæ­dís Bára
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert