Sú dýrasta kostaði 762 milljónir

Þessi íbúð á 6. hæð við Bryggjugötu var endurseld á …
Þessi íbúð á 6. hæð við Bryggjugötu var endurseld á 762 milljónir króna í desember 2023.

Nokkr­ar íbúðir á Aust­ur­höfn hafa verið end­ur­seld­ar með tölu­verðum sölu­hagnaði.

Sala íbúða á Aust­ur­höfn hófst haustið 2020 og seld­ist fyrsta íbúðin í fe­brú­ar 2021. Alls er 71 íbúð á Aust­ur­höfn og eru 70 seld­ar. Íbúðirn­ar eru í sex stiga­göng­um við Bryggju­götu 2-6, Reykja­stræti 5 og 7 og Geirs­götu 17.

Fer­metra­verð seldra íbúða hef­ur verið mis­mun­andi eft­ir hús­um og eft­ir hæðum. Það var frá einni og upp í eina og hálfa millj­ón í rúm­lega 60 íbúðum. Fer­metra­verðið var tæp­lega millj­ón í fjór­um íbúðum og rúm­lega ein og hálf millj­ón í fjór­um íbúðum.

At­hygl­is­verður sam­an­b­urður

Af þeim 70 íbúðum sem hafa selst hafa 14 verið end­ur­seld­ar. Hlut­falls­leg­ur sölu­hagnaður í nokkr­um til­vik­um er tölu­vert um­fram breyt­ingu á vísi­tölu neyslu­verðs á tíma­bil­inu, sem þýðir góða raunávöxt­un. Það á þó ekki alltaf við.

Sölu­hagnaður­inn hef­ur mest­ur orðið 142,3 millj­ón­ir. Það til­tekna dæmi seg­ir hins veg­ar ekki alla sög­una því sú íbúð, þak­í­búð 601 á Bryggju­götu 6, var seld fok­held á 620 millj­ón­ir króna í mars 2022 og end­urseld á 762 millj­ón­ir króna hinn 19. des­em­ber 2023.

Með hliðsjón af kaup­verði má ætla að vandað hafi verið til inn­rétt­inga. Því þarf að draga kostnaðinn við að inn­rétta íbúðina frá end­ur­sölu­verðinu til að finna út eig­in­leg­an sölu­hagnað. Þá ber að hafa í huga að selj­andi var fé­lagið Drei­sam, sem er í eigu kaup­and­ans, Jónas­ar Hag­an Guðmunds­son­ar.

Tvö bíla­stæði fylgdu með íbúðinni. Al­mennt fylgdu eitt til tvö stæði hverri íbúð og eru alls hundrað sér­merkt stæði á Aust­ur­höfn sem til­heyra íbúðunum 71.

Nán­ari um­fjöll­un má finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert