Víðast hvar í dag verður suðlæg átt, gola eða kaldi.
Um landið sunnanvert verða skúrir eða slydduél, en bjart með köflum norðaustan- og austanlands. Hiti verður á bilinu 2 til 7 stig að deginum.
Svalara verður að næturlagi og sums staðar dálítil él.
Yfirleitt hægari og úrkomuminna á morgun en dálítil él við norðurströndina.
Útlit er fyrir að vindur verði suðlægari á sunnudag með bæði heldur mildara veðri og meiri úrkomu.