Telja vegginn afspyrnuljótan

Veggurinn sem búið er að reisa við græna gímaldið kemur …
Veggurinn sem búið er að reisa við græna gímaldið kemur þétt upp að blokkinni og var aldrei kynntur fyrir íbúum sem eiga sama rétt á lóðamörkum. mbl.is/Árni Sæberg

„Þessi vegg­ur er nátt­úru­lega af­spyrnu­ljót­ur og kem­ur al­veg upp að ver­önd íbúðar á 1. hæð og í fram­haldi af þess­um vegg kem­ur ak­veg­ur sem verður vænt­an­lega með bíla­stæðum,“ seg­ir Ásgeir Þór Árna­son, íbúi í Árskóg­um 7, um stálþil sem búið er að reisa á lóðarmörk­um við vöru­húsið við Álfa­bakka, án þess að það hafi verið borið und­ir íbúa. Hann seg­ir að um­sókn um járntjaldið hafi verið hafnað af bygg­ing­ar­full­trúa í ág­úst 2024 en síðan samþykkt mánuði síðar.

„Í fram­haldi af þess­ari af­greiðslu hringdi ég í bygg­ing­ar­full­trúa Reykja­vík­ur­borg­ar og óskaði eft­ir að þeir sendu full­trúa, strax, á staðinn og stöðvuðu helst all­ar fram­kvæmd­ir við húsið í ljósi fjöl­margra fram­kvæmda við gíma­ldið sem aldrei hefðu fengið kynn­ingu fyr­ir ná­grönn­um sem eiga lóð að lóðamörk­um. Mér var tjáð að sú vinna væri nú þegar í gangi og vegg­ur­inn yrði skoðaður. Óskaði ég eft­ir að þetta er­indi yrði ekki sent í fjölda nefnda held­ur beint til bygg­ing­ar­full­trúa og að sam­talið yrði hljóðritað, sem var gert,“ seg­ir Ásgeir.

Nán­ari um­fjöll­un má finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert