Telur ósamræmi í orðum Ásthildar og ráðuneytisins

Árni Helgason, bendir á ósamræmi í orðum Ásthildar Lóu í …
Árni Helgason, bendir á ósamræmi í orðum Ásthildar Lóu í viðtali á RÚV í gær og í yfirlýsingu forsætisráðuneytisins. Samsett mynd

Árni Helga­son, varaþingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, tel­ur mis­ræmi í yf­ir­lýs­ingu sem for­sæt­is­ráðuneytið sendi frá sér í gær og þeirra orða sem Ásthild­ur Lóa Þórs­dótt­ir viðhafði í sam­tali við RÚV í gær þar sem hún skýrði nán­ar frá máli er leiddi til af­sagn­ar henn­ar.

Bend­ir Árni á það að í yf­ir­lýs­ingu sem kom frá for­sæt­is­ráðuneyt­inu segi að fyr­ir utan tölvu­pósts­sam­skipti hafi eng­in sam­skipti verið um málið. Hins veg­ar seg­ir Ásthild­ur Lóa í viðtal­inu að aðstoðarmaður Kristrún­ar hafi látið hana fá nafn og heim­il­is­fang mann­eskj­unn­ar.

„Í viðtali við Rúv seg­ir Ásthild­ur Lóa að aðstoðarmaður for­sæt­is­ráðherra hafi látið hana hafa upp­lýs­ing­ar um kon­una sem sendi bréfið. Þetta er ekki í sam­ræmi við það sem kem­ur í sér­stakri leiðrétt­ingu for­sæt­is­ráðuneyt­is­ins "um meint­an trúnaðarbrest" þar sem seg­ir að fyr­ir utan tölvu­pósts­sam­skipti hafi eng­in önn­ur sam­skipti átt sér stað um málið. Hvort er það? Lít­ur ráðuneytið svo á að það telj­ist ekki sam­skipti um málið að ráðherr­ann fái nafn og heim­il­is­fang kon­unn­ar og fari svo að hringja ít­rekað í hana og mæta óboðin á heim­ili henn­ar? Það er líka áhuga­vert að sjá að ráðuneytið tjá­ir sig ekk­ert um málið að öðru leyti. Þetta er nátt­úru­lega ein út­gáf­an af stjórn­sýslu, ef for­sæt­is­ráðherra er sent bréf með upp­lýs­ing­um um mál sem varða til­tek­inn ráðherra, má viðkom­andi þá eiga von á því að að sami ráðherra banki upp á heima hjá viðkom­andi nokkr­um dög­um síðar?,“ spyr Árni í færsl­unni.  

Upp­fært: Ráðuneytið hef­ur bent á að það telji Árna mis­skilja yf­ir­lýs­ingu úr ráðuneyt­inu. Þar hafi komið fram að aðstoðarmaður for­sæt­is­ráðherra hafi komið upp­lýs­ing­um til aðstoðar­manns Ásthild­ar Lóu. Í fram­hald­inu hafi ein­ung­is tölvu­póst­sam­skipti verið á milli send­anda og for­sæt­is­ráðuneyt­is­ins en eng­in sam­skipti á milli ráðuneyt­anna fyrr en í gær.  

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert