Á rétt á biðlaunum

Ásthildur á rétt á biðlaunum í álíka langan tíma og …
Ásthildur á rétt á biðlaunum í álíka langan tíma og hún var ráðherra. mbl.is/Sigurður Bogi

Ásthild­ur Lóa Þórs­dótt­ir, frá­far­andi barna- og mennta­málaráðherra, á lög­um sam­kvæmt rétt á biðlaun­um í þrjá mánuði eft­ir að hún sagði af sér ráðherra­dómi.

Þetta kem­ur fram í Morg­un­blaðinu í dag.

Ráðherr­ar sem láta af embætti sem hafa setið eitt ár eða skem­ur eiga rétt á þriggja mánaða biðlaun­um. At­hygli vek­ur að Ásthild­ur á rétt á biðlaun­um í álíka lang­an tíma og hún sinnti embætti barna- og mennta­málaráðherra, en í dag er alls 91 dag­ur síðan hún varð ráðherra.

Sam­kvæmt 5. gr. laga nr. 88/​1995 á ráðherra rétt á biðlaun­um úr rík­is­sjóði er hann læt­ur af embætti. Biðlaun­in ná aðeins til ráðherra­hluta laun­anna, en Ásthild­ur verður aft­ur al­menn­ur þingmaður og fær því þing­far­ar­kaup.

Þetta þýðir ein­fald­lega að Ásthild­ur fær áfram sömu laun en greidd­ur verður mis­mun­ur­inn á þing­far­ar­kaupi og ráðherra­kaupi.

Laun henn­ar á mánuði verða því áfram 2.487.072 krón­ur næstu þrjá mánuðina. Það sama gerðist þegar ráðherr­ar Vinstri grænna neituðu að starfa í starfs­stjórn Bjarna Bene­dikts­son­ar í aðdrag­anda þing­kosn­inga í lok nóv­em­ber á síðasta ári.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert