Aðalsteinn nýr aðstoðarritstjóri á Heimildinni

Aðalsteinn Kjartansson er nýr aðstoðarritstjóri á Heimildinni.
Aðalsteinn Kjartansson er nýr aðstoðarritstjóri á Heimildinni. Eggert Jóhannesson

Aðal­steinn Kjart­ans­son hef­ur verið ráðinn í starf aðstoðarrit­stjóra á Heim­ild­inni. 

Þetta kem­ur fram á vef Heim­ild­ar­inn­ar. 

Aðal­steinn hef­ur starfað við fjöl­miðlun síðan árið 2010. Hann hóf störf á Stund­inni árið 2021 áður en að miðill­inn sam­einaðist Kjarn­an­um og varð að Heim­ild­inni. Þar á und­an starfaði Aðal­steinn hjá RÚV, þar sem hann meðal ann­ars rit­stýrði frétta­skýr­ingaþætt­in­um Kveik. 

Aðal­steinn hlaut verðlaun Blaðamanna­fé­lags Íslands árið 2019 ásamt Helga Selj­an, Stefáni Drengs­syni og Inga Frey Vil­hjálms­syni fyr­ir um­fjöll­un um viðskipta­hætti Sam­herja í Namib­íu. 

Nú­ver­andi rit­stjóri Heim­ild­ar­inn­ar er Ingi­björg Dögg Kjart­ans­dótt­ir, syst­ir Aðal­steins. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert