Borgin selur gistiheimili

Borgin keypti húsið 2017 og nú er það komið í …
Borgin keypti húsið 2017 og nú er það komið í söluferli. mbl.is/Golli

Borg­ar­ráð hef­ur samþykkt að heim­ila eigna­skrif­stofu að hefja sölu­ferli á eign Reykja­vík­ur­borg­ar á Sól­eyj­ar­götu 27. Húsið er rúm­ir 360 fer­metr­ar.

Borg­in keypti hús­eign­ina árið 2017 sem tíma­bundna lausn til að auka fram­boð á fé­lags­legu hús­næði í borg­inni. Hús­næðið er skráð sem gisti­heim­ili og hef­ur verið í notk­un á veg­um vel­ferðarsviðs.

Hús­næðið þarfn­ast orðið end­ur­bóta og er talið heppi­legra að selja það í stað þess að ráðast í viðamikl­ar viðgerðir. Aðgeng­is­mál­um er einnig ábóta­vant, þar sem í hús­inu er eng­in lyfta.

Vegna krafna Reykja­vík­ur­borg­ar um að starf­semi á henn­ar veg­um sé aðgengi­leg fyr­ir alla er ekki talið fýsi­legt að halda áfram starf­semi borg­ar­inn­ar í hús­næðinu, seg­ir í grein­ar­gerð eign­ar­skrif­stofu.

Í gisti­heim­il­inu á Sól­eyj­ar­götu 27 eru níu íbúðir sem all­ar eru með sér­eld­hús­inn­rétt­ingu og baðher­bergi. Kaup­verðið var 240 millj­ón­ir króna.

Á sama fundi borg­ar­ráðs haustið 2017 fékk einka­sala­skrif­stof­an heim­ild til þess að kaupa 11 íbúðir víðs veg­ar um borg­ina. Alls keypti borg­in því 20 íbúðir á einu bretti til að auka fé­lags­legt hús­næði. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert