Ekki frekara rask á flugferðum Icelandair

Ekki verður frekara rask á flugum Icelandair vegna lokana á …
Ekki verður frekara rask á flugum Icelandair vegna lokana á Heathrow flugvelli. Ljósmynd/Icelandair

Allt kom­andi flug Icelanda­ir á Heathrow-flug­völl­inn í London er á áætl­un. Eld­ur kviknaði í orku­stöð í ná­grenni við flug­völl­inn í gær­morg­un sem olli því að flug­vell­in­um var lokað vegna raf­magns­leys­is. Öllum flug­ferðum Icelanda­ir til Heathrow var af­lýst í gær.

Guðni Sig­urðsson, upp­lýs­inga­full­trúi Icelanda­ir, sagði í sam­tali við mbl.is að ekk­ert frek­ara rask muni verða á flug­ferðum Icelanda­ir vegna lok­ana á flug­vell­in­um. 

Að sögn Guðna verður einni ferð Icelanda­ir á Heathrow flogið á breiðþotu svo að hægt sé að koma fleiri farþegum fyr­ir í vél­inni til þess að bregðast við því raski sem varð vegna flug­ferða sem var af­lýst í gær. 

„Öllum farþegum hef­ur verið komið fyr­ir í flugi með öðrum leiðum, þá annaðhvort með flugi á aðra flug­velli eða með því að bæta við sæta­fjölda. Það munu því all­ir kom­ast í flug í dag.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert