Hlutfallið miklu hærra en 1%

23% barna með slæma fjárhagsstöðu upplifa litla lífsánægju.
23% barna með slæma fjárhagsstöðu upplifa litla lífsánægju. Ljósmynd/Colourbox

Í könn­un sem lögð er fyr­ir grunn­skóla­nem­end­ur í 4.-10. bekk ár­lega á veg­um Íslensku æsku­lýðsrann­sókn­ar­inn­ar kem­ur í ljós að 85% barna segja fjár­hags­stöðu fjöl­skyld­unn­ar góða, 14% segja hana miðlungs og 1% segja hana slæma eða mjög slæma.

Þess­ar upp­lýs­ing­ar komu fram í er­indi Sigrún­ar Daní­els­dótt­ur, verk­efna­stjóra geðrækt­ar hjá embætti land­lækn­is, sem hún hélt á málþingi á alþjóðlega ham­ingju­deg­in­um sl. fimmtu­dag í Há­skóla Íslands, um líðan, tengsl og ör­yggi barna eft­ir fjár­hags­stöðu, en unnið var með gögn 6.-10. bekkj­ar.

„Í þessu sam­hengi þarf að benda á að ef maður horf­ir á op­in­ber gögn frá Hag­stofu er hlut­fall barna sem búa a heim­il­um und­ir lág­tekju­mörk­um miklu hærra hlut­fall en 1%, eða 13%, og þarf að hafa í huga að hér eru börn að meta stöðuna og ekki hægt að al­hæfa og segja að öll börn sem búa við þrengri kost séu eins­leit­ur hóp­ur.“

Um­fjöll­un­ina má lesa í heild sinni í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert