Hópslagsmál og allar fangageymslur fullar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði nóg að gera í nótt. Mynd …
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði nóg að gera í nótt. Mynd úr safni. mbl.is/Ari

Mikið var að gera hjá lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu í nótt. Svo marg­ir voru hand­tekn­ir að fanga­geymsl­ur á Hverf­is­götu og Suður­nesj­um fyllt­ust og þurfti að vista menn á Akra­nesi fyr­ir lög­regl­una á höfuðborg­ar­svæðinu.

Þetta kem­ur fram í dag­bók lög­reglu í morg­un.

Þar seg­ir að til­kynnt hafi verið um hópslags­mál í miðborg­inni. Tveir hafi hlotið meiðsli og nokk­ur fjöldi hand­tek­inn í þágu rann­sókn­ar.

Í gær­kvöldi var greint frá stungu­árás á Ing­ólf­s­torgi um klukk­an 23 þar sem tveir voru flutt­ir á sjúkra­hús til aðhlynn­ing­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert