Jóga í ævintýraheimi

Þóra Rós kennir börnum ævintýrajóga.
Þóra Rós kennir börnum ævintýrajóga.

Jóga­kenn­ar­inn Þóra Rós Guðbjarts­dótt­ir lét loks draum­inn um barnajógaþætti verða að veru­leika og eru nú þætt­irn­ir Ævin­týrajóga komn­ir í loftið á RÚV. Þeir eru sýnd­ir á fimmtu­dög­um klukk­an 18:25 og eru aðgengi­leg­ir í sarp­in­um.

Reyndi á leik­ræna tján­ingu

„Ég hafði verið að kenna bæði full­orðnum og börn­um jóga og þá kviknaði sú hug­mynd að búa til sjón­varpsþætti þar sem ég gæti kennt börn­um jóga,“ seg­ir hún.

Mig langaði að ná til barn­anna og datt þá í hug að í stað hefðbund­inn­ar jóga­kennslu myndi ég kenna jóga í æv­in­týra­heimi. Ég sendi svo inn hug­mynd á hug­mynda­daga hjá RÚV og kynnti hug­mynd­ina; að gera stutta þætti þar sem ég kenndi börn­um jóga inni í æv­in­týra­heimi,“ seg­ir Þóra.

Þóra Rós segir nauðsynlegt fyrir börn að vinna á kvíða.
Þóra Rós seg­ir nauðsyn­legt fyr­ir börn að vinna á kvíða. mbl.is/Á​sdís

„Þeim leist vel á þessa hug­mynd og ég byrjaði að vinna þetta með starfs­fólki RÚV. Ég vildi hafa það þannig að ég væri að tala beint til krakk­ana og svo var grafík­in sett inn eft­ir á. Það reyndi á mína leik­rænu tján­ingu að vera kannski spennt að sjá eitt­hvað sem var auðvitað alls ekki þar,“ seg­ir hún og bros­ir.

Mik­ill kvíði hjá börn­um

„Mig langaði líka að miðla ein­hverri visku eða speki í lok hvers þátt­ar; ein­hverju sem krakk­arn­ir gætu tekið með sér út í dag­inn,“ seg­ir Þóra og bæt­ir við að með þátt­un­um fái hún börn til að hreyfa sig í stað þess að sitja kyrr í sóf­an­um.

„Það er ótrú­legt hvað ég hef fengið góð viðbrögð frá for­eldr­um og börn­um,“ seg­ir Þóra, en þætt­irn­ir eru átta.

Ævintýrajóga er skemmtilegt fyrir börn og fullorðna.
Ævin­týrajóga er skemmti­legt fyr­ir börn og full­orðna.

„Mér finnst ótrú­lega mik­il­vægt að við séum meðvituð um and­lega líðan barn­anna okk­ar og ég held að við mætt­um vera dug­legri að staldra aðeins við í stað þess að þjóta áfram. Börn­in okk­ar eru í svo mörgu; skóla, íþrótt­um og tóm­stund­um og við leyf­um kannski ekki börn­un­um okk­ar að vera börn. Það er mik­ill kvíði hjá börn­um og jóga er ein leið til að hægja á og huga að önd­un­inni,“ seg­ir hún, en Þóra er með in­sta­gram-síðuna 101yogareykja­vik, þar sem hún deil­ir ýms­um fróðleik.

Ítar­legra viðtal er við Þóru í Sunnu­dags­blaði Morg­un­blaðsins um helg­ina. 

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert