Myndir: Downs-dagurinn á Bessastöðum

Fulltrúar Félags áhugafólks um Downs á Bessastöðum í gær. Fremstur …
Fulltrúar Félags áhugafólks um Downs á Bessastöðum í gær. Fremstur er Jón Árni Arnarson á hlaupum, að baki honum f.v. eru Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir, Nói Sær Guðmundsson, Embla Bjarkardóttir í fangi Björns Skúlasonar, Kolfinna Jónsdóttir, Hallaforseti, Arna Dís Ólafsdóttir, Stefán Trausti Rafnsson og mæðgurnar Luna Zoëga og Diljá Ámundadóttir Zoëga. mbl.is/Karítas

Í gær var alþjóðadag­ur Downs hald­inn og tóku for­seta­hjón­in Halla Tóm­as­dótt­ir og Björn Skúla­son á móti nokkr­um full­trú­um Fé­lags áhuga­fólks um Downs-heil­kennið með at­höfn á Bessa­stöðum.

Björn og Halla veittu viðtöku mislit­um sokk­um og klæddu sig í þá, en slík­um sokk­um er ætlað að fagna fjöl­breyti­leik­an­um. Dag­setn­ing­in 21. mars er tákn­ræn og vís­ar til þess að Downs or­sak­ast af aukalitn­ingi í litn­ingapari 21.

Hlýj­ar og góðar mót­tök­ur

Sam­einuðu þjóðirn­ar lýstu fyrst yfir þess­um degi árið 2011. Guðmund­ur Ármann formaður fé­lags­ins sagði heim­sókn­ina hafa verið ein­stak­lega ánægju­lega. Mót­tök­ur for­seta­hjón­anna hefðu verið hlýj­ar og góðar. Þessi dag­ur gæfi fé­lags­mönn­um alltaf gott tæki­færi til að koma sam­an með fjöl­skyld­um sín­um. „Þetta er jafn­an eins og góð ferm­ing­ar­veisla,“ sagði Guðmund­ur.

mbl.is/​Karítas
mbl.is/​Karítas
mbl.is/​Karítas
mbl.is/​Karítas
mbl.is/​Karítas
mbl.is/​Karítas
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert