Potturinn sexfaldur næst

mbl.is/Karítas

Lottópott­ur­inn verður sex­fald­ur næsta laug­ar­dag þar sem eng­inn var með all­ar töl­urn­ar rétt­ar í út­drætti vik­unn­ar.

Fimm skiptu með sér bónus­vinn­ingn­um og fær hver um sig rúm­lega 224 þúsund krón­ur. Tveir miðanna voru keypt­ir á lotto.is, tveir í app­inu og einn er í áskrift.

Áskrif­andi nældi sér í 1. vinn­ing í Jóker og fær hann 2,5 millj­ón­ir í sinn hlut.

Þá voru þrett­án miðaeig­end­ur með 2. vinn­ing og fær hver þeirra 125 þúsund krón­ur.

Tveir miðar voru keypt­ir í Fjarðar­kaup­um í Hafnar­f­irði, tveir í Víd­eó­markaðnum í Kópa­vogi, þrír í app­inu, þrír á lotto.is og þrír eru í áskrift.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert