Sorpa vill fá 67 milljónir króna

Sorpa vill fá kostnað við flokkun pappírs greiddan.
Sorpa vill fá kostnað við flokkun pappírs greiddan. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sorpa hef­ur farið þess á leit við Úrvinnslu­sjóð að fá hærri greiðslur frá sjóðnum til að mæta aukn­um kostnaði byggðasam­lags­ins vegna hand­flokk­un­ar drykkj­ar­um­búða frá öðrum blönduðum papp­ír í fyrra.

Alls fer Sorpa fram á að fá rúm­ar 67 millj­ón­ir króna fyr­ir árið 2024 en jafn­framt er farið fram á að Úrvinnslu­sjóður end­ur­skoði ákvörðun sína um að hafna sams kon­ar beiðni fyr­ir árið 2023.

Hljóðaði sú beiðni upp á tæp­ar 15 millj­ón­ir króna en hún náði aðeins til hluta árs­ins.

Fjallað var um eldri kröfu Sorpu í Morg­un­blaðinu í fyrra. Þar kem­ur fram að þenn­an aukna kostnað megi rekja til þess að 1. júlí 2023 hóf Sorpa að senda blandaðan papp­ír til Svíþjóðar þar sem drykkj­ar­um­búðir eru flokkaðar sér­stak­lega út með hand­virk­um hætti.

Um­fjöll­un­ina má lesa í heild sinni í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert