Tugþúsundir með ógreindan kæfisvefn á Íslandi

Allir þurfa að hvílast vel til að geta tekist á …
Allir þurfa að hvílast vel til að geta tekist á við amstur daganna. Ljósmynd/Unsplash

Lík­lega eru um 20-25 þúsund manns á Íslandi með ógreind­an kæfis­vefn. Í dag eru 12 þúsund manns í meðferð vegna kæfis­vefns en á næstu árum gæti verið að 25-30 þúsund Íslend­ing­ar verði með kæfis­vefnsvél.

Þetta kem­ur fram í svari Ásu Jó­hann­es­dótt­ur, deild­ar­stjóra Svefn­miðstöðvar Land­spít­ala, í svari við fyr­ir­spurn mbl.is.

Biðtími eft­ir niður­stöðu úr svefn­rann­sókn get­ur tekið ein­hvern tíma, en mbl.is hef­ur dæmi um sjúk­ling sem fékk þau svör frá Land­spít­al­an­um að hann þyrfti að bíða í sex mánuði eft­ir grein­ingu úr svefn­rann­sókn. Þar að auki þyrfti hann að bíða í aðra átta mánuði eft­ir sjálfu svefn­tæk­inu.

Er því hér um að ræða 14 mánuði frá svefn­rann­sókn­inni og þar til meðferð gæti haf­ist.

Biðtími eft­ir svefn­rann­sókn inn­an við tvær vik­ur

„Það er að vissu leyti rétt að við erum með lang­an biðlista en þar með er ekki öll sag­an sögð. Við for­gangs­röðum sjúk­ling­um á öll­um stig­um ferl­is­ins,“ seg­ir Ása.

Nefn­ir hún að tek­ist hafi að minnka biðtíma eft­ir því að kom­ast í sjálfa rann­sókn­ina veru­lega og er hún núna inn­an við tvær vik­ur.

Þeir sem grein­ast með al­var­leg­an kæfis­vefn, eru með mik­il ein­kenni og hafa aðra sjúk­dóma fá meðferð inn­an tveggja mánaða.

Ferlið tek­ur svo um 2-6 mánuði fyr­ir þá sem eru með miðlungs kæfis­vefn en þeir sem eru með væg­an kæfis­vefn geta þurft að bíða á bil­inu 10-12 mánuði eft­ir niður­stöðu úr svefn­rann­sókn­inni og meðferð.

„Þarna höf­um við náð að minnka biðtím­ann veru­lega und­an­farið fyr­ir stór­an hluta þessa hóps með því að hefja meðferð sama dag og þú hitt­ir lækni.“

Ása Jóhannesdóttir.
Ása Jó­hann­es­dótt­ir. Ljós­mynd/​Aðsend

Mik­il fjölg­un á nokkr­um árum

Hún bend­ir á að árið 2024 hafi Land­spít­al­an­um borist 2900 beiðnir um að fram­kvæma svefn­rann­sókn. Land­spít­al­an­um bár­ust einnig 3400 beiðnir um meðferð með kæfis­vefnsvél.

„Til að lýsa aukn­ing­unni má geta þess að 2019 hófu tæp­lega 1000 manns meðferð við kæfis­vefni á Land­spít­ala. Fjór­um árum síðar vor­um við kom­in upp í um 2000 ein­stak­linga sem hófu meðferð á ár­inu.

Það eru 12.000 ein­stak­ling­ar á meðferð í dag og við þurf­um að halda vel á spöðunum því spár gera ráð fyr­ir frek­ari fjölg­un. Einnig eru marg­ir í sam­fé­lag­inu með ógreind­an kæfis­vefn, lík­lega milli 20-25.000 manns. Þess má líka geta að þótt kæfis­vefn sé al­geng­ari meðal karla eru kon­ur að grein­ast í aukn­um mæli,“ seg­ir Ása.

„Þetta er áskor­un

Hún seg­ir að með vax­andi fólks­fjölg­un, öldrun þjóðar og auk­inni offitu áætli Land­spít­al­inn að inn­an 5 - 10 ára verði 25-30.000 ein­stak­ling­ar með svefn­önd­un­ar­vél á Íslandi.

„Þetta er áskor­un og við verðum að hugsa í lausn­um. Þekk­ingu og ný­sköp­un, nýt­ing gervi­greind­ar, fleyg­ir fram í grein­inni. Við þurf­um að nýta tækn­ina bæði í grein­ingu og þjón­ustu. Við þurf­um líka að efla og fræða al­menn­ing um mik­il­vægi svefns og fyr­ir­byggj­andi lífstíls­breyt­ing­ar,“ seg­ir hún.

Hún seg­ir að staðan á biðlist­um sé sí­breyti­leg. Fyr­ir og um ára­mót var til dæm­is mann­ekla og því erfitt að halda í við aukna ásókn í meðferð.

Hún seg­ir þó að það horfi til betri vega og að það ætti að ganga vel að manna all­ar stöður á næst­unni.

Breyt­ing­ar voru gerðar um ára­mót­in

„Um ára­mót­in voru gerðar breyt­ing­ar í skipu­lagi starf­sem­inn­ar með það að mark­miði að auka skil­virkni. Við sam­einuðum tvær ein­ing­ar og erum nú Svefn­miðstöð Land­spít­ala. Verið er að þjálfa fleiri sér­hæfða lækna og von er til að svefn­lækn­ing­ar fái aukið vægi inn­an heil­brigðis­kerf­is­ins. Land­spít­al­inn vinn­ur náið og mun auka sam­vinnu við heilsu­gæsl­una, sjúkra­hús og heil­brigðis­stofn­an­ir um landið, Lækna­setrið, Hjartamiðstöðina og fleiri staði,“ seg­ir Ása.

Ása seg­ir að þó að biðlist­inn sé lang­ur þá hafi hann í raun styttst hlut­falls­lega miðað við fólks­fjölg­un.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert