Allir þrettán lausir úr haldi

Mikill viðbúnaður var á svæðinu. Mynd úr safni.
Mikill viðbúnaður var á svæðinu. Mynd úr safni. mbl.is/Ari

Öllum þeim þrett­án ein­stak­ling­um sem voru hand­tekn­ir í tengsl­um við hópslags­mál og stungu­árás í miðbæ Reykja­vík­ur á föstu­dags­kvöld hef­ur verið sleppt úr haldi. 

Málið er enn til rann­sókn­ar hjá lög­reglu. 

Þetta seg­ir Agnes Eide Krist­ín­ar­dótt­ir yf­ir­lög­regluþjónn í sam­tali við mbl.is. 

Árás­in átti sér stað á Ing­ólf­s­torgi seint á föstu­dags­kvöld og var lög­regl­an með mik­inn viðbúnað á svæðinu.

Útskrifaðir af sjúkra­húsi

Tíu voru hand­tekn­ir í tengsl­um við stungu­árás­ina og þrír í tengsl­um við hópslags­mál sem áttu sér stað í kjöl­farið. Agnes gat ekki veitt upp­lýs­ing­ar um hvort tengsl séu á milli hóp­anna tveggja en seg­ir að það sé eitt af því sem lög­regl­an er með til skoðunar. 

Tveir voru lagðir inn á sjúkra­hús í kjöl­far stungu­árás­ar­inn­ar og hópslags­mál­anna en þeir eru nú út­skrifaðir. Ann­ar var stung­inn í þrígang en hinn var bar­inn í höfuðið með vopni. 

Agnes kvaðst ekki geta veitt frek­ari upp­lýs­ing­ar um málið að svo stöddu. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert