Guðmundur Ingi sagður taka við af Ásthildi Lóu

Guðmundur Ingi hefur setið á þingi frá árinu 2017.
Guðmundur Ingi hefur setið á þingi frá árinu 2017. mbl.is/Karítas

Guðmund­ur Ingi Krist­ins­son, þingmaður og vara­formaður Flokks fólks­ins, mun taka við af Ásthildi Lóu Þórs­dótt­ur sem mennta- og barna­málaráðherra. 

Þetta herma heim­ild­ir Rík­is­út­varps­ins.

Boðað hef­ur verið til rík­is­ráðsfunda á Bessa­stöðum í dag. Hefst sá fyrri klukk­an 15 en sá síðari klukk­an 15.15.

Guðmund­ur Ingi hef­ur setið á þingi frá ár­inu 2017. Hann hef­ur verið formaður þing­flokks Flokks fólks­ins frá 2018.

Ekki náðist Guðmund Inga og Ingu Sæ­land við vinnslu frétt­ar­inn­ar. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert