Hafa náð stjórn á eldinum

Slökkviliðinu barst tilkynning um eldinn klukkan níu í morgun.
Slökkviliðinu barst tilkynning um eldinn klukkan níu í morgun. Ljósmynd/Aðsend

Slökkviliðsmenn hafa slökkt að mestu eld sem kviknaði á geymslu­svæði í Hellna­hverfi í Hafnafirði í morg­un.

Tveir dælu­bíl­ar eru enn á vett­vangi og er unnið að því að slökkva í glæðum. Eng­in slys urðu á fólki. 

Þetta seg­ir Ásgeir Val­ur, aðstoðar­varðstjóri hjá slökkviliðinu, í sam­tali við mbl.is. 

Eru þið með upp­lýs­ing­ar um elds­upp­tök?

„Nei, við vit­um ekki hvar eða hvers vegna þetta byrjaði en þetta virðist hafa verið í nokkr­um kerj­um með eld­fim­um vökv­um,“ seg­ir Ásgeir. 

Þá liggja ekki fyr­ir upp­lýs­ing­ar um hversu mikið tjón hafi orðið af eld­in­um. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert