Hús kynslóðanna er nú í byggingu í Borgarnesi

Menntaskólahúsið er fremst. Heimavistin verður ekki langt frá.
Menntaskólahúsið er fremst. Heimavistin verður ekki langt frá. mbl.is/Sigurður Bogi

Fram­kvæmd­ir eru hafn­ar við bygg­ingu fjög­urra hæða fjöl­býl­is­húss í Borg­ar­nesi, þar sem á sama stað verða nem­endag­arðar Mennta­skóla Borg­ar­fjarðar og íbúðir fyr­ir sex­tíu ára og eldri.

„Það má ef til vill segja að þetta sé hús kyn­slóðanna,“ seg­ir Inga Dóra Hall­dórs­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Brákar­hlíðar, hjúkr­un­ar- og dval­ar­heim­il­is í Borg­ar­nesi. Það er Brákar­hlíð fast­eigna­fé­lag ehf. sem stend­ur að bygg­ing­unni, en Nem­endag­arðar Mennta­skóla Borg­ar­fjarðar kaupa jarðhæðina.

Sveit­ar­fé­lagið Borg­ar­byggð kem­ur mynd­ar­lega að fram­kvæmd­um við nem­endag­arðana með auknu stofn­fé ásamt Mennta­skóla Borg­ar­fjarðar. Einnig er verk­efnið fjár­magnað að hluta með lán­um frá Hús­næðis- og mann­virkja­stofn­un.

Bygg­ing­in nýja er á lóðinni Borg­ar­braut 63, en það er nærri inn­kom­unni í Borg­ar­nes þegar komið er yfir Borg­ar­fjarðar­brú. Á neðstu hæð verða 12 íbúðir nem­enda, um 20 fer­metr­ar hver og ein. Á ann­arri til fjórðu hæð eru íbúðir fyr­ir 60+, en á hverri hæð eru tvær tveggja her­bergja íbúðir og tvær þriggja her­bergja. Þessa dag­ana er verið að steypa sökkla að hús­inu nýja, sem áformað er að verði til­búið í sum­ar­lok á næsta ári.

„Þetta sam­starf við Brákar­hlíð kom vel út. Við þurf­um íbúðir fyr­ir nem­end­ur okk­ar og þetta er sniðug út­færsla í hús­næðismál­um, svipuð leið og við vit­um að hef­ur verið far­in til dæm­is í Dan­mörku og Hollandi. Bygg­ing­in hér í Borg­ar­nesi er al­veg á besta stað, þetta er stutt frá hús­næði skól­ans og fyr­ir eldra fólkið er ekki held­ur langt að sækja í helstu þjón­ustu,“ seg­ir Bragi Þór Svavars­son, skóla­meist­ari Mennta­skóla Borg­ar­fjarða.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert