Konur slógust fyrir utan skemmtistað í Hafnarfirði

Hafnarfjörður. Myndin er úr safni.
Hafnarfjörður. Myndin er úr safni. mbl.is/mbl.is

Lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu hafði af­skipti af tveim­ur kon­um sem voru í slags­mál­um fyr­ir utan skemmti­stað í Hafnar­f­irði.

Þetta kem­ur fram í dag­bók lög­reglu þar sem greint er frá verk­efn­um lög­reglu frá klukk­an 17 í gær til klukk­an 5 í morg­un. Alls var 71 mál skráð í kerfi lög­reglu, nokkuð var um hávaðatil­kynn­ing­ar ásamt grun­sam­leg­um manna­ferðum í ýms­um hverf­um borg­ar­inn­ar. 

Í Hafnar­f­irði var maður hand­tek­inn og vistaður í fanga­klefa vegna slags­mála og eign­ar­spjalla.

Einnig voru tveir menn hand­tekn­ir í miðbæ Reykja­vík­ur þar sem þeir höfðu verið til vand­ræða.  Menn­irn­ir voru flutt­ir á lög­reglu­stöð þar sem skýrsla var tek­in af þeim og í fram­hald var þeim sleppt.

Þá hafði lög­regla af­skipti af pari sem var að stela úr versl­un í Garðabæ. Málið var af­greitt með vett­vangs­formi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert