Leit heldur áfram við Kirkjusand

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var með viðbúnað vegna leitarinnar í gær.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var með viðbúnað vegna leitarinnar í gær. mbl.is/Ólafur Árdal

Haldið verður áfram að leita manns­ins sem leitað var að í gær við Kirkju­sand. Leit stóð yfir mann­in­um frá klukk­an átta í gær­morg­un og þar til myrk­ur tók við. 

Þetta seg­ir Jón Þór Víg­lunds­son, upp­lýs­inga­full­trúi Lands­bjarg­ar, í sam­tali við mbl.is. 

Leit­in er um­fangs­mik­il en leit­ar­svæðið var stækkað síðdeg­is í gær. Björg­un­ar­sveit­ir, lög­regla og þyrla Land­helg­is­gæsl­unn­ar hafa meðal ann­ars komið að leit­inni. 

Aðspurður seg­ist Jón Þór ekki hafa upp­lýs­ing­ar um hvort leitað verði á enn stærra svæði í dag. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert