Myndir: Töluvert tjón eftir akstur utan vega

Keyrðu bílarnir yfir mosa, runna og annan gróður á svæðinu.
Keyrðu bílarnir yfir mosa, runna og annan gróður á svæðinu. mbl.is/Ingólfur Guðmundsson

Tölu­verðar skemmd­ir hafa orðið á jarðveg­in­um á Hólms­heiði vegna buggý-bíla sem hafa keyrt yfir jarðveg þar sem akst­ur vél­knú­inna öku­tækja er bannaður. 

Blaðamaður ræddi við Ingólf Guðmunds­son sem var að ganga með hund­inn sinn er hann sá bíl­ana. Hann hef­ur vanið kom­ur sín­ar á Hólms­heiðina og oft séð buggý-bíla keyra á svæðinu, en þó ekki utan veg­ar.  

Ingólf­ur seg­ir að um 10 til 15 bíl­ar hafi verið á svæðinu og að þeir hafi meðal ann­ars keyrt yfir runna, mosa og ann­an gróður sem olli nokkru tjóni. 

Sam­kvæmt lög­um um nátt­úru­vernd er óheim­ilt að aka utan vega. 

Nokkurt tjón er á jarðveginum.
Nokk­urt tjón er á jarðveg­in­um. mbl.is/​Ingólf­ur Guðmunds­son

Vanda­mál sem þarf að sinna

Sigrún Ágústs­dótt­ir, for­stjóri Nátt­úru­vernd­ar­stofn­un­ar, var stödd er­lend­is er blaðamaður náði tali af henni en hún hafði ekki heyrt um þetta mál sér­stak­lega. 

Sigrún seg­ir að akst­ur ut­an­vega sé vanda­mál sem þurfi að sinna en að áskor­un sé að ná utan um það. 

„Endr­um eins ber­ast svona til­kynn­ing­ar og það er bara mjög mik­il­vægt að aka á veg­um og virða nátt­úr­una,“ seg­ir Sigrún. 

mbl.is/​Ingólf­ur Guðmunds­son
Svæðið þar sem utanvegaaksturinn átti sér stað.
Svæðið þar sem ut­an­vega­akst­ur­inn átti sér stað. kort/​ja.is
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert