Ólína og Vaskur með próf í snjóflóðaleit

Ólína og Vaskur. Hún er með mörg járn í eldinum, …
Ólína og Vaskur. Hún er með mörg járn í eldinum, stjórnunarstaða á Bifröst er eitt og svo er það björgunarsveitin. Ljósmynd/Aðsend

„Ég hef verið með björg­un­ar- og leit­ar­hunda í fjöl­mörg ár, þetta er þriðji hund­ur­inn sem ég þjálfa í snjóflóðal­eit og til leit­ar- og björg­un­ar­starfa á landi,“ seg­ir Ólína Kjer­úlf Þor­varðardótt­ir, pró­fess­or og deild­ar­for­seti við Há­skól­ann á Bif­röst í sam­tali við mbl.is., en hún er jafn­framt björg­un­ar­sveit­ar­kona til tveggja ára­tuga. Ólína var að stand­ast próf í snjóflóðal­eit með hann Vask sinn á vetr­ar­nám­skeiði BHSÍ sem staðið hef­ur síðustu daga á Mýr­dals­jökli.

„Árið 2005 fór ég að þjálfa fyrsta hund­inn í þessu skyni. Það var dalma­tíu­hund­ur­inn Blíða, sem reynd­ist nú ekki mjög vel, svo ég fékk mér ann­an. Það var bor­der-collie-hund­ur sem hét Skutull, og hann þjónaði sínu sam­fé­lagi sem út­kalls­hund­ur í tólf ár. Skutull féll frá fyr­ir tveim­ur árum og þá fékk ég mér Vask,“ seg­ir Ólína „hann var þá fjög­urra mánaða hvolp­ur og þjálf­un­in hófst strax.“

A-próf fram und­an

Vask­ur hef­ur nú staðist bæði C og B próf í snjóflóðal­eit og er því orðinn hæf­ur til að fara á út­kallslista hjá Lands­björgu. Ólína stefn­ir á að hann taki B-próf í víðavangs­leit inn­an tíðar. Að þjálfa upp full­fær­an leit­ar- og björg­un­ar­hund, hvort sem er í snjóflóðal­eit eða víðavangs­leit, tek­ur þrjú ár og er gríðarleg vinna.

Við þjálfun á fjöllum, hún er nánast stanslaus.
Við þjálf­un á fjöll­um, hún er nán­ast stans­laus. Ljós­mynd/​Aðsend

„Á næsta ári þarf hann að stand­ast A-prófið og eft­ir það fer hann í út­tekt á hverju ári,“ seg­ir Ólína, sem sjálf vinn­ur með leit­ar­hund­inn og þarf að æfa með hon­um viðbrögð við öll­um aðstæðum. „Við eig­um ekk­ert leit­ar­tæki sem er skil­virk­ara í snjóflóðum en hund­ar. Fullþjálfaður leit­ar­hund­ur leyn­ir því ekk­ert þegar hann hef­ur fundið, hann gef­ur það mjög ákveðið til kynna, en ég þarf auðvitað að lesa hund­inn all­an tím­ann sem ég er að leita með hon­um. Ann­ars stjórna hund­arn­ir þessu nokkuð vel sjálf­ir þegar þeir eru farn­ir að vinna,“ seg­ir Ólína frá, öll­um hnút­um kunn­ug.

Gul­ur tenn­is­bolti að laun­um

Hund­arn­ir fá verðlaun þegar þeir finna mann­eskj­una sem leitað er að, hvort sem er í snjóflóði eða á víðavangi. Það seg­ir Ólína mjög mik­il­væg skila­boð til dýr­anna, þau þurfa að finna að fund­ur þeirra hef­ur ekki aðeins í för með sér aðgerðir björg­un­ar­fólks held­ur fylgja líka laun og umb­un. „Verðlaun­in sem Vask­ur fær er leik­ur með gul­an tenn­is­bolta, það er nú allt og sumt sem hann fær í sinn hlut, en hann er full­kom­lega sátt­ur við það“.

Vasks bíður A-prófið á næsta ári sem Ólína lýsir sem …
Vasks bíður A-prófið á næsta ári sem Ólína lýs­ir sem doktors­próf­inu. Ljós­mynd/​Aðsend

„Þegar hann er í vinn­unni er hann í ákveðnum ham, en utan vinnu er hann bara venju­leg­ur heim­il­is­hund­ur sem ég á. Milli þess­ara verk­efna er hann ynd­is­legt heim­il­is­dýr,“ seg­ir Ólína af Vaski sem í dag stóðst strembið snjóflóðal­eitar­próf.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert