Skjálftavirkni aukist frá miðnætti

Síðast gaus 20. nóvember.
Síðast gaus 20. nóvember. mbl.is/Árni Sæberg

Skjálfta­virkni hef­ur auk­ist við Sund­hnúkagígaröðina frá miðnætti. Síðustu 30 daga hef­ur virkn­in ein­ung­is verið meiri einn dag. 

Að sögn Bjarka Fri­is, nátt­úru­vá­sér­fræðings á Veður­stofu Íslands, hafa um 20 skjálft­ar mælst frá miðnætti. Því er um aukn­ingu að ræða miðað við síðustu daga.

„En það er ekk­ert sem bend­ir til að eitt­hvað sé að fara af stað,“ seg­ir hann og nefn­ir sér til rök­stuðnings GPS-gögn og breyt­ing­ar á þrýst­ingi bor­holna Svartseng­is.

Skjálft­arn­ir hafa flest­ir verið minni en 1 að stærð og mælst á 2-4 km dýpt. Sá stærsti mæld­ist 1,1 að stærð.

Bjarki seg­ir virkn­ina hafa komið í lot­um en mesta virkn­in hef­ur verið á milli klukk­an 8 og hálf 12. Síðan þá hef­ur virkn­in verið minni.

11. mars síðast auk­in virkni

„Ef maður ber sam­an fjölda skjálfta til dæm­is síðustu sjö daga þá er auðvitað aukn­ing í skjálfta­virkni,“ seg­ir hann og nefn­ir að skjálft­ar á svæðinu hafi verið í kring­um 5 til 10 á dag. 

Bjarki seg­ir að síðustu 30 daga hafi ein­ung­is einn dag verið fleiri skjálft­ar það sem af er degi. Það var 11. mars og eft­ir það datt virkn­in niður. 

„Svo er þetta búið að aukast síðustu fjóra daga.“

Hann seg­ir Veður­stof­una vera á tán­um, líkt og alltaf, „en það er auðvitað svo­lítið óþægi­legt þegar þú færð fleiri skjálfta“.

„Það er enn þá eitt­hvað í gangi þarna niðri. Svo lengi sem þetta mun halda áfram svona þá mun þetta koma upp einn dag­inn,“ seg­ir Bjarki að lok­um. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert