Tólfti ráðherrann til að segja af sér síðan 1923

Ásthildur Lóa Þórsdóttir sagði af sér á fimmtudag.
Ásthildur Lóa Þórsdóttir sagði af sér á fimmtudag. mbl.is/Eyþór

Ásthild­ur Lóa Þórs­dótt­ir er tólfti ráðherr­ann sem seg­ir af sér embætti á rúmri öld, eða frá ár­inu 1923.

Hér á eft­ir verða ráðherr­arn­ir tald­ir upp í tímaröð.

Magnús Jóns­son

1923 Sagði af sér embætti fjár­málaráðherra vegna ásak­ana um spill­ingu og eyðslu­semi. Magnús var ráðherra utan flokka.

Magnús Guðmunds­son

1932 Sagði af sér sem dóms­málaráðherra eft­ir að hafa verið dæmd­ur í fang­elsi, sakaður um ólög­legt at­hæfi í lög­manns­störf­um. Það var Jón­as Jóns­son frá Hriflu sem bar hann sök­um en Her­mann Jónas­son dæmdi í máli Magnús­ar. Hann var síðan sýknaður í Hæsta­rétti af öll­um ákær­um og tók við embætti á nýj­an leik. Magnús sat á þingi fyr­ir Sjálf­stæðis­flokk­inn.

Jó­hann Sæ­munds­son

1943 Sagði af sér sem fé­lags­málaráðherra í utanþings­stjórn á tíma seinni heims­styrj­ald­ar, vegna deilna um efna­hagsaðgerðir.

Al­bert Guðmunds­son

1987 Sagði af sér embætti iðnaðarráðherra eft­ir að í ljós kom að hann hafði van­talið tekj­ur fram til skatts fyrr á þeim ára­tug. Al­bert var þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins og borg­ar­full­trúi til margra ára.

Guðmund­ur Árni Stef­áns­son

1994 Sagði af sér embætti fé­lags­málaráðherra eft­ir skýrslu Rík­is­end­ur­skoðunar um embætt­is­færsl­ur hans. Guðmund­ur Árni sat á Alþingi til árs­ins 2005. Hann er aft­ur mætt­ur til leiks í stjórn­mál­um og er vara­formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.

Björg­vin G. Sig­urðsson

2009 Sagði af sér embætti viðskiptaráðherra og axlaði þar með ábyrgð sína á því sem miður fór í kjöl­far banka­hruns­ins. Björg­vin sat á Alþingi fyr­ir Sam­fylk­ing­una.

Ögmund­ur Jónas­son

2009 Sagði af sér embætti heil­brigðisráðherra og var sú niðurstaða rak­in til ágrein­ings á milli Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og hluta þing­flokks Vinstri-grænna um Ices­a­ve-málið. Ögmund­ur sat á þingi fyr­ir Vinstri-græna.

Hanna Birna Kristjáns­dótt­ir

2014 Sagði af sér embætti inn­an­rík­is­ráðherra í kjöl­far þess að svo­kallað „leka­mál“ kom upp. Hanna Birna sat á þingi fyr­ir Sjálf­stæðis­flokk­inn.

Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son

2016 Sagði af sér embætti for­sæt­is­ráðherra. Hann er sá fyrsti og eini sem sagt hef­ur sig frá því embætti. Af­sögn Sig­mund­ar Davíðs kom í kjöl­far upp­ljóstr­ana á svo­kölluðum Pana­maskjöl­um. Þegar þetta gerðist var Sig­mund­ur formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Sig­ríður Á. And­er­sen

2019 Sagði af sér embætti dóms­málaráðherra vegna svo­nefnds Lands­rétt­ar­máls, en sú varð ákvörðun henn­ar eft­ir niður­stöðu Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu um að skip­un lands­rétt­ar­dóm­ara upp­fyllti ekki skil­yrði mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu. Sig­ríður sat á þingi fyr­ir Sjálf­stæðis­flokk­inn.

Bjarni Bene­dikts­son

2023 Sagði af sér embætti fjár­mála- og efna­hags­ráðherra eft­ir að fram kom álit umboðsmanns Alþing­is um að hann hefði skort hæfi til að taka ákvörðun um sölu á 22,5% hlut rík­is­ins í Íslands­banka hf. Bjarni var þá formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins. Hann tók við embætti ut­an­rík­is­ráðherra.

Ásthild­ur Lóa Þórs­dótt­ir

2025 Sagði af sér embætti barna- og mennta­málaráðherra í kjöl­far frétt­ar RÚV um að hún, þá 22 ára, hefði átt sam­ræði við 15 ára gaml­an dreng og eign­ast með hon­um barn.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert