25 menntamálaráðherrar koma saman í Hörpu

Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, flutti tölu við upphaf …
Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, flutti tölu við upphaf fundarins í morgun. mbl.is/Karítas

Leiðtoga­fund­ur ISTP (In­ternati­onal Summit on the Teaching Professi­on) hófst í dag í Hörpu, en um er að ræða stærsta alþjóðlega fund leiðtoga á sviði mennta­mála sem hald­inn hef­ur verið á Íslandi.

25 menntamálaráðherrar sækja fundinn ásamt kennaraforystu þátttökuríkja og sendnefndum OECD …
25 mennta­málaráðherr­ar sækja fund­inn ásamt kenn­ara­for­ystu þátt­töku­ríkja og send­nefnd­um OECD og Educati­on In­ternati­onal. mbl.is/​Karítas

Á fund­inn koma 25 mennta­málaráðherr­ar og kenn­ara­for­ysta þátt­töku­ríkja sam­an ásamt sendi­nefnd­um OECD og Educati­on In­ternati­onal (Alþjóðlegu kenn­ara­sam­tök­in) til að ræða mál­efni kenn­ara og menntaum­bæt­ur. 

Fund­ur­inn hef­ur verið hald­inn ár­lega frá ár­inu 2011 og er þetta í fjórða skipti sem Ísland tek­ur þátt.

Fund­ur­inn stend­ur til miðviku­dags, 26. mars.

Katrín Jakobsdóttir flutti tölu við upphaf fundarins.
Katrín Jak­obs­dótt­ir flutti tölu við upp­haf fund­ar­ins. mbl.is/​Karítas
mbl.is/​Karítas
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert