Afsláttur bankans til Ásthildar Lóu skattskyldur

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 3:15
Loaded: 0.00%
Stream Type LIVE
Remaining Time 3:15
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
  • default, selected

Sig­urður G. Guðjóns­son hæsta­rétt­ar­lögmaður seg­ir það blasa við að sú eft­ir­gjöf frá markaðsvirði sem Ari­on banki veitti Ásthildi Lóu Þórs­dótt­ur við sölu á fast­eign árið 2019 sé tekju­skatts­skyld.

Vís­ar hann þar til máls sem komst í há­mæli fyr­ir skemmstu þegar héraðsdóm­ur felldi dóm í máli sem Ásthild­ur Lóa og maður henn­ar höfðuðu gegn sýslu­manni vegna meints tjóns sem þau hefðu orðið fyr­ir vegna málsmeðferðar sýslu­manns við nauðung­ar­sölu á eign þeirra.

Margra ára mála­vafst­ur

For­saga máls­ins var sú að Ari­on banki hafði leyst til sín hús­eign sem þau hjón­in keyptu árið 2007. Gerðist það eft­ir mikið vafst­ur og mörg ár þar sem þau bjuggu í hús­inu án þess að greiða af lán­um sem á því hvíldu.

Mál­inu lauk með því að Ari­on banki seldi þeim húsið aft­ur á 55 millj­ón­ir króna. Sömu fjár­hæð og þau höfðu greitt fyr­ir eign­ina 12 árum fyrr.

Sig­urður Guðni fer yfir málið á vett­vangi Spurs­mála ásamt Árna Helga­syni, lög­manni og varaþing­manni Sjálf­stæðis­flokks­ins. Þar bend­ir Árni á að markaðsverð húss­ins hafi verið tug­um millj­óna króna hærra árið 2019 en sem nam sölu­verðinu.

Sig­urður bend­ir á að slík íviln­un sé tekju­skatts­skyld og að greiða beri af mis­muni kaup­verðs og markaðsverðs. Þá muni Skatt­ur­inn, ef allt er eðli­legt, krefja þau sem nutu mis­mun­ar­ins um álag. Það er al­gengt 25% í mál­um sem þess­um.

Orðaskipt­in um þetta má sjá í spil­ar­an­um hér að ofan en þau eru einnig rak­in í text­an­um hér að neðan:

Ein­stakt mál

Sig­urður, þú hef­ur komið að mörg­um flókn­um úr­lausn­ar­mál­um í eft­ir­leik hruns­ins, veit ég og beggja vegna borðs, bæði hjá skuld­ur­um og lán­ar­drottn­um. Hvernig horf­ir þetta mál við þér þegar þú rek­ur þig í gegn­um þetta og þessa dóma?

„Þetta er held ég ein­stakt mál. Ég man ekki eft­ir því að nokk­ur af þeim skjól­stæðing­um sem ég var að vinna fyr­ir hafi getað fengið svona díl eins og barna­málaráðherr­ann fékk. Þ.e. að fá að kaupa eign til baka á 12 ára gömlu verði. Bank­arn­ir hafa alltaf verið harðir á því, vegna þess að þeir hafa ekki viljað mis­muna viðskipta­vin­um sín­um eða skuld­ur­um, þá vilja þeir bara að markaður­inn ráði því verði sem þú þarft að greiða fyr­ir eign­ina ef þú ætl­ar að fá hana aft­ur.“

Ásthildur Lóa Þórsdóttir, fyrrverandi barna- og menntamálaráðherra. Hún var um …
Ásthild­ur Lóa Þórs­dótt­ir, fyrr­ver­andi barna- og mennta­málaráðherra. Hún var um margra ára skeið formaður Hags­muna­sam­taka heim­il­anna. mbl.is/​Karítas

Skatt­ur­inn skoði málið

Seg­ir Sig­urður að bank­inn þurfi að skýra málið nán­ar og að Skatt­ur­inn hljóti að taka það fyr­ir einnig.

„Þannig að auðvitað þarf Ari­on banki að svara því hvort það hafi verið vegna þess að hún var orðin þingmaður, sem hafði þess vegna ákveðið vald. Var verið að mis­nota valdið sem þingmaður til þess að ná fram hag­stæðum kjör­um í viðskipt­um við banka? Það ligg­ur fyr­ir að þetta var keypt á mjög hag­stæðu verði og þá er bara ákvæði í skatta­lög­un­um og þá hlýt­ur Skatt­ur­inn miðað við það sem hann hef­ur verið að gera gagn­vart öðru fólki, nú er þetta bara upp­lýst, að skoða skatt­skil þess­ara hjóna og þau hljóta að þurfa að telja sér til tekna mis­mun­inn á kaup­verðinu og þekktu markaðsverði á svona fast­eign­um á þeim tíma þegar þessi viðskipti áttu sér stað. Það bara get­ur ekki annað verið.“

Er þetta tekju­skatts­skylt?

„Þetta er tekju­skatts­skylt.“

Er það bara aug­ljóst?

„Já. Það er bara ákvæði 57. grein­ar tekju­skattslag­anna sem fjall­ar um óeðli­legt verð í viðskipt­um. Og það er bara hægt að færa þá aukn­ar tekj­ur til sam­ræm­is við það sem er talið markaðsverð á viðkom­andi hlut.“

Og þú tel­ur þá að Skatt­ur­inn muni skoða þetta og það er þá mis­mun­ur­inn á þessu 12 ára gamla verði og markaðsverðinu...

„Já, sem er tekju­skatts­skyld­ur.“

Jafn­vel tug­ir millj­óna í skatt

Það gætu þá verið all­marg­ar, jafn­vel tug­ir millj­óna króna?

„Já, já. Ef svona hús er kannski komið á 90 millj­ón­ir þegar þau eru að kaupa það á 55 þá eru það þarna ein­hverj­ar 40 millj­ón­ir sem eru bara tekju­skatt­ur tek­inn af. 48%, eitt­hvað svo­leiðis. Svo er sett á mann álag. Þannig að þetta er ekki gott mál en það væri mjög sér­stakt ef þetta fólk sem er alltaf að kalla eft­ir jafn­rétti og að all­ir fái sömu meðhöndl­un hjá stjórn­völd­um ef það ætl­ar svo, eða nýt­ur þess „in the end“ að borga ekki skatt af gjöf, sem er úr hófi.“

Viðtalið við Sig­urð Guðna og Árna Helga­son má sjá í heild sinni í spil­ar­an­um hér að neðan:

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert