Allir flugmenn Mýflugs hætta: Draga verulega úr rekstri

Leifur Hallgrímsson, framkvæmdastjóri Mýflugs.
Leifur Hallgrímsson, framkvæmdastjóri Mýflugs. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Flug­fé­lagið Mý­flug hef­ur dregið segl­in veru­lega sam­an og er nú svo komið að all­ir átta flug­menn flug­fé­lags­ins munu hætta um mánaðamót­in. Leif­ur Hall­gríms­son, stærsti eig­andi og fram­kvæmda­stjóri Mý­flugs, seg­ir engu að síður „of snemmt að gefa út dán­ar­vott­orð“ á fyr­ir­tækið. 

Mý­flug var stofnað árið 1985 og Leif­ur seg­ist sjálf­ur ekki vera að yngj­ast og að um­hverfi inn­an­lands­flugs sé þreyt­andi. Mý­flug er með samn­ing um flug á Höfn í Hornafirði en að sögn Leifs hef­ur verið gerður leigu­samn­ing­ur við Nor­landa­ir um að sinna flug­inu. 

Enn með rekst­ur að nafn­inu til 

Sam­hliða hafa verið þreif­ing­ar í gangi á milli Nor­landa­ir og Mý­flugs um kaup fyrr­nefnda flug­fé­lags­ins á flug­vél af gerðinni Beechcraft King Air og flug­skýli í eigu Mý­flugs á Reykja­vík­ur­flug­velli. Þau viðskipti eru enn í ferli. Tel­ur Leif­ur að tíðinda gæti verið að vænta af þeim um miðjan næsta mánuð.

„Við erum nú ennþá með rekst­ur að nafn­inu til,“ seg­ir Leif­ur en fyr­ir­tækið hef­ur auk Hafn­ar­flugs sinnt sjúkra­flugi til út­landa.

„Við stefn­um í það minnsta að því að draga veru­lega úr starf­sem­inni. Það hef­ur eng­in ákvörðun verið tek­in um að hætta al­veg,“ seg­ir Leif­ur.

Þreyt­andi um­hverfi 

Hann seg­ir aðspurður ástæðuna ekki endi­lega vera þung­an rekst­ur.

„Þetta er þreyt­andi um­hverfi. Flugrekst­ur­inn er þungt um­hverfi. Svo er ég orðinn gam­all og allt hef­ur sitt upp­haf og sinn endi,“ seg­ir Leif­ur.

Mý­flug var með stutt­an samn­ing um Vest­manna­eyja­flug en hon­um lauk í mars. Sagt var frá því á mbl.is að átta flug­menn væru á upp­sagn­ar­fresti í janú­ar. Sá upp­sagn­ar­frest­ur klár­ast um mánaðamót­in. Ekki verður samið við þá að nýju að sögn Leifs.

 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert