Árni Grétar aðstoðar Guðrúnu

Árni Grétar Finnsson.
Árni Grétar Finnsson. Ljósmynd/Aðsend

Árni Grét­ar Finns­son hef­ur tekið við starfi aðstoðar­manns Guðrún­ar Haf­steins­dótt­ur, for­manns Sjálf­stæðis­flokks­ins.

Árni Grét­ar starfaði áður sem aðstoðarmaður Guðrún­ar í dóms­málaráðuneyt­inu og held­ur því sam­starf þeirra áfram á nýj­um vett­vangi, að því er fram kem­ur í til­kynn­ingu frá Sjálf­stæðis­flokkn­um.

Árni Grét­ar lauk meist­ara­prófi í lög­fræði frá Há­skóla Íslands árið 2016 og hlaut mál­flutn­ings­rétt­indi fyr­ir héraðsdómi árið 2022. Hann hef­ur starfað sem lögmaður á efna­hags- og sam­keppn­is­hæfn­is­sviði Sam­taka at­vinnu­lífs­ins, sem full­trúi á Lands­lög­um – lög­fræðistofu og hjá CATO lög­mönn­um, auk þess að hafa verið blaðamaður á Morg­un­blaðinu og á mbl.is.

Hann hef­ur mikla reynslu af fé­lags­störf­um og hef­ur gegnt ýms­um trúnaðar­störf­um inn­an Sjálf­stæðis­flokks­ins, m.a. sem formaður Stefn­is, fé­lags ungra sjálf­stæðismanna í Hafnar­f­irði, auk þess að hafa setið í stjórn Orators og Stúd­entaráðs Há­skóla Íslands. Þá hef­ur hann einnig starfað í fjöl­mörg­um nefnd­um og stjórn­um á veg­um stjórn­valda og í at­vinnu­líf­inu.

Árni Grét­ar er fædd­ur og upp­al­inn í Hafnar­f­irði en býr nú í Kópa­vogi ásamt eig­in­konu sinni, Mel­korku Þöll Vil­hjálms­dótt­ur, lög­fræðingi hjá Hug­verka­stof­unni, og eiga þau þrjú börn, seg­ir enn frem­ur.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert