Brautin gæti opnast á miðnætti

Bolum felldra trjáa hefur verið staflað snyrtilega upp í Öskjuhlíð …
Bolum felldra trjáa hefur verið staflað snyrtilega upp í Öskjuhlíð en þeir voru felldir í öðrum fasa verkefnisins. Sá þriðji lýtur að hreinsun. mbl.is/Ólafur Árdal

Sá hluti trjáa í Öskju­hlíð sem út af stóð til þess að unnt yrði að opna aust­ur-vest­ur-flug­braut Reykja­vík­ur­flug­vall­ar hef­ur verið felld­ur.

Gangi allt eft­ir verður flug­braut­in opnuð á miðnætti í kvöld.

Sam­kvæmt heim­ild­um Morg­un­blaðsins er trjá­fell­ingu lokið og á laug­ar­dag voru tekn­ar dróna­mynd­ir af svæðinu. Heim­ild­ir blaðsins herma að Isa­via Inn­an­lands­flug­vell­ir, dótt­ur­fé­lag Isa­via, fari yfir mynd­efnið í dag. Þannig verður gengið úr skugga um að öll þau tré sem sköguðu upp í svo­kallaðan VSS-aðflugs­flöt eða áttu 50 cm eða minna í að ná upp í flöt­inn hafi verið felld.

Staðfesti mynd­efnið að aðflugs­flöt­ur­inn telj­ist nú hind­rana­laus kem­ur það í hlut Sam­göngu­stofu að aflétta til­skip­un um lok­un aust­ur/​vest­ur-flug­braut­ar­inn­ar. Í kjöl­farið mun Isa­via ANS senda til­kynn­ingu til flug­manna um opn­un braut­ar­inn­ar sem tek­ur þá gildi á miðnætti þess dags sem hún er send.

Sam­kvæmt heim­ild­um blaðsins standa von­ir til þess að til­skip­un um lok­un verði aflétt í dag og flug­braut­in verði þá form­lega opnuð nú á miðnætti.

Lesa má nán­ar um málið í Morg­un­blaðinu í dag

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert