Felldu kjarasamninginn: Launabilið of lítið

Formaður kjaradeildar Verkfræðingafélags Íslands segir að félagið þurfi nú að …
Formaður kjaradeildar Verkfræðingafélags Íslands segir að félagið þurfi nú að meta hver næstu skref verða. mbl.is/Kristinn Magnússon

Verk­fræðing­ar og tækni­fræðing­ar hjá Reykja­vík­ur­borg hafa fellt nýj­an kjara­samn­ing. Formaður kjara­deild­ar Verk­fræðinga­fé­lags Íslands seg­ir fé­lagið nú þurfa að meta hvað sé hægt að gera.

Ra­f­ræn at­kvæðagreiðsla var hald­in dag­ana 19. til 24. mars. 61% fé­lags­manna greiddu at­kvæði gegn samn­ingn­um en 39% greiddu at­kvæði með.

Alls eru 56 á kjör­skrá og greiddu 41 af þeim at­kvæði, eða 73%.

Bilið of lítið á milli fag­lærðra og ófag­lærðra

Gunn­ar Sig­valda­son, formaður kjara­deild­ar Verk­fræðifé­lags Íslands, seg­ir í sam­tali við mbl.is að kjara­deil­an hafi verið erfið.

Verk­fræðifé­lagið hafi látið gera fyr­ir sig út­reikn­inga og komi t.a.m. fram í einni könn­un á veg­um Há­skóla Íslands að kaup­mátt­ur fag­lærðra verk- og tækni­fræðinga hafi rýrnað um rúm 8% frá alda­mót­um en auk­ist um rúm 30% hjá ófag­lærðum.

Bilið sé því of lítið, launa­lega séð, á milli fag­lærðra og ófag­lærðra.

„Það er þetta sem ég held að sé und­ir­rót­in í þessu.“

Nú þurfi að funda til að ákveða næstu skref. Fé­lagið hafi eng­in vopn í hönd­um á borð við verk­falls­sjóð.

„Fólkið er búið að tala og er ekki að sætta sig við þetta þannig að við þurf­um bara að meta hvað sé hægt að gera. Við verðum bara að reyna bet­ur. Það er ekk­ert annað í boði.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert