Flytja inn maríhúana frá Kanada

Fólkið var með samtals 28kg af maríhúana á sér. Mynd …
Fólkið var með samtals 28kg af maríhúana á sér. Mynd úr safni. AFP/Michaela Stache

Héraðsdóm­ur Reykja­ness hef­ur dæmt karl­mann og konu bæði í 14 mánaða fang­elsi, þar af 11 mánuði skil­orðsbundna, vegna inn­flutn­ings á miklu magni marí­hú­ana frá Toronto í Kan­ada fyrr á þessu ári. 

Var kon­an hand­tek­in á Kefla­vík­ur­flug­velli með 14,7 kg af marí­hú­ana um miðjan janú­ar, en karl­inn var hand­tek­inn með 14,3 kg um miðjan fe­brú­ar.

Bæði játuðu þau brot sín án und­andrátt­ar og kem­ur fram í báðum dóm­un­um að ekki verði séð að þau hafi verið eig­end­ur efn­anna eða tekið þátt í skipu­lagn­ingu á inn­flutn­ingi þeirra með öðrum hætti en að flytja þau til lands­ins gegn greiðslu. 

Báðum var þeim þá gert að greiða um 1,2 millj­ón­ir á mann.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert