Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann og konu bæði í 14 mánaða fangelsi, þar af 11 mánuði skilorðsbundna, vegna innflutnings á miklu magni maríhúana frá Toronto í Kanada fyrr á þessu ári.
Var konan handtekin á Keflavíkurflugvelli með 14,7 kg af maríhúana um miðjan janúar, en karlinn var handtekinn með 14,3 kg um miðjan febrúar.
Bæði játuðu þau brot sín án undandráttar og kemur fram í báðum dómunum að ekki verði séð að þau hafi verið eigendur efnanna eða tekið þátt í skipulagningu á innflutningi þeirra með öðrum hætti en að flytja þau til landsins gegn greiðslu.
Báðum var þeim þá gert að greiða um 1,2 milljónir á mann.