Furðuleg og skrítin lykt: Neysluvatn til athugunar

Hveragerði.
Hveragerði. mbl.is/Sigurður Bogi

„Við vit­um í sjálfu sér ekki nægi­lega vel hvað er að ger­ast. Við erum bara að bregðast hratt við þar sem við feng­um ábend­ing­ar um að það væri ein­hver öðru­vísi lykt af vatn­inu á ákveðnum stöðum.“

Þetta seg­ir Pét­ur Georg Mark­an, bæj­ar­stjóri í Hvera­gerði, í sam­tali við mbl.is.

Hvera­gerðisbæ hafa borist ábend­ing­ar frá íbú­um um breyt­ing­ar á kalda vatn­inu á ákveðnum heim­il­um. Í umræðu á face­book-hóp Hver­gerðinga er talað um furðulega og skrítna lykt og skrítið bragð af vatn­inu. Ein­hverj­ir tala um að ástand vatns­ins hafi verið óeðli­legt um einn­ar viku skeið.

Ekki marg­ar ábend­ing­ar en þeim tekið af al­vöru

Neyslu­vatn er til at­hug­un­ar sam­kvæmt til­kynn­ingu á vef bæj­ar­ins.

Pét­ur seg­ist ekki vita hversu mörg heim­ili búi við ástandið en að ábend­ing­arn­ar sem borist hafi bæj­ar­yf­ir­völd­um séu ekki marg­ar.

Hann seg­ir að strax hafi verið kallað eft­ir því að heil­brigðis­eft­ir­litið taki sýni og seg­ist hann halda að það hafi átt að ger­ast í dag.

Í til­kynn­ingu bæj­ar­ins seg­ir meðal ann­ars að bæj­ar­starfs­menn skoði ábend­ing­ar. Spurður hvort þeir hafi orðið ein­hvers áskynja seg­ir Pét­ur ekki en bend­ir á að bær­inn sé að bora uppi í dal.

„Við erum að taka til­rauna­holu þar. Það gæti vel verið að ein­hver hreyf­ing hafi kom­ist í kring­um það þannig að þetta gæti mögu­lega verið eitt­hvað mjög tíma­bundið.“

Eitt­hvað sem myndi þá skol­ast út?

„Já, en það eru nokkr­ir mögu­leik­ar sem við erum að skoða. Fyrst og fremst þegar eitt­hvað svona kem­ur upp þá mæl­um við fyrst heil­næmi vatns­ins.

Það sem að ég held að skipti öllu máli er að bregðast hratt við ábend­ing­um, taka þær al­var­lega og vera í sam­tali við íbúa strax og um leið og frek­ari frétt­ir ber­ast að til­kynna um það. Við tök­um þessu al­var­lega,“ seg­ir Pét­ur.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert