Heiða Björg mótmælir handtöku

Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarstjóri Reykjavíkur, tekur þátt í sameiginlegri áskorun …
Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarstjóri Reykjavíkur, tekur þátt í sameiginlegri áskorun evrópskra borga til tyrkneskra yfirvalda þar sem handtöku á Ekrem İmamoğl, borgarstjóra Istanbúl, er mótmælt. Samsett mynd/mbl.is/Karítas/AFP

Heiða Björg Hilm­is­dótt­ir, borg­ar­stjóri Reykja­vík­ur, tek­ur þátt í sam­eig­in­legri áskor­un evr­ópskra borg­ar­stjóra til tyrk­neskra yf­ir­valda, vegna skyndi­legr­ar hand­töku borg­ar­stjóra Ist­an­búl, Ekrem İmamoğlu, þann 19. mars.

Það eru sam­tök­in EuroCities sem halda utan um áskor­un borg­ar­stjór­anna, en meðal borg­ar­stjóra sem hafa skrifað und­ir eru Anne Hi­dal­go, borg­ar­stjóri Par­ís­ar, Ju­h­ana Vartiain­en, borg­ar­stjóri Hels­inki, og Erik Lae Sol­berg, borg­ar­stjóri Ósló­ar, að því er seg­ir í til­kynn­ingu frá Reykja­vík­ur­borg.

„Það skipt­ir máli að Reykja­vík taki alltaf af­stöðu með mann­rétt­ind­um og lýðræði. Hér er lýðræðinu stór­lega ógnað, og því er þessi hand­taka óá­sætt­an­leg,“ seg­ir Heiða Björg í til­kynn­ing­unni.

Hand­tak­an for­dæmd

Í sam­eig­in­legri áskor­un seg­ir:

„Við [borg­ar­stjór­ar í Evr­ópu] for­dæm­um handa­hófs­kennda fang­els­un borg­ar­stjóra Ist­an­búl og lýs­um yfir djúp­um áhyggj­um af stöðunni, sem og end­ur­tekn­um árás­um á grund­vall­ar­rétt­indi og sjálf­stæði sveit­ar­fé­laga í Tyrklandi. Þess­ar hand­tök­ur, ásamt stöðugum þrýst­ingi á lýðræðis­lega kjörna full­trúa, marka nýtt tíma­bil brota á lýðræðis­leg­um ferl­um í land­inu.

Ekrem Ima­moğlu var kjör­inn í frjáls­um kosn­ing­um og er tákn um von fyr­ir framtíð sem bygg­ir á fjöl­hyggju, rétt­læti og virðingu fyr­ir grund­vallar­frelsi.

Við skor­um því á tyrk­nesk yf­ir­völd að:

Leysa borg­ar­stjóra Ist­an­búl og stjórn­ar­and­stæðinga úr haldi þegar í stað.

Hætta póli­tísk­um ákær­um, þrýst­ingi og árás­um á sjálf­stæði sveit­ar­fé­laga.

Tryggja virðingu fyr­ir lýðræðis­leg­um ferl­um og mann­rétt­ind­um í Tyrklandi.

Enn frem­ur hvetj­um við stofn­an­ir Evr­ópu til að grípa taf­ar­laust til aðgerða til að tryggja frelsi koll­ega okk­ar og gera allt sem nauðsyn­legt er til að vernda rétt­ar­ríkið í Tyrklandi.

Í þessu máli stönd­um við í fullri sam­stöðu með íbú­um Ist­an­búl og öll­um Tyrkj­um sem hafa áhyggj­ur af ör­lög­um borg­ar­stjór­ans.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert