„LAS Saddam“ veitist að bakaríi

Dagshríð var gerð að Bernhöftsbakaríi um helgina og skilaboðin ekki …
Dagshríð var gerð að Bernhöftsbakaríi um helgina og skilaboðin ekki auðskilin. mbl.is/Ólafur Árdal

„Við erum búin að þrífa meiri­hlut­ann af þessu núna, þetta var svo sem ekki baka­ríið sjálft, það slapp al­veg, þetta var blokk­in við hliðina á okk­ur, þetta byrjaði þar á bíla­geymsl­unni og náði svo al­veg út eft­ir Skúla­göt­unni og al­veg út á Frakka­stíg,“ seg­ir Sig­urður Már Guðjóns­son, bak­ara- og köku­gerðar­meist­ari hjá Bern­höfts­baka­ríi, við mbl.is um veggjakrot með tor­kenni­leg­um boðskap á ná­granna­hús­um baka­rísíns í Skugga­hverf­inu um helg­ina.

Spurður út í boðskap hinna óþekktu lista­manna seg­ir Sig­urður þá hafa ritað „LAS Saddam“ á vegg­ina og kvaðst hann ekki hafa vitn­eskju um hvernig slík at­laga tengd­ist baka­ríi ís­lensku.

mbl.is/Ó​laf­ur Árdal

„Þeir ætla að fara í ör­ygg­is­mynda­vél­arn­ar á morg­un,“ seg­ir Sig­urður um rann­sókn máls­ins og bæt­ir því við aðspurður að hann þori ekki að full­yrða um hver beri tjónið. „Það er hvort sem er verið að mála blokk­ina við hliðina á okk­ur, en það þarf vænt­an­lega að kalla út menn til að hreinsa þetta,“ seg­ir bak­ara- og köku­gerðar­meist­ar­inn að lok­um.

mbl.is/Ó​laf­ur Árdal
mbl.is/Ó​laf­ur Árdal
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert