Lét prenta peninga eftir innrás Rússa

Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóri.
Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóri. mbl.is/Karítas

Seðlabank­inn tók að prenta pen­inga eft­ir að Rúss­ar réðust inn í Úkraínu. Ásgeir Jóns­son seðlabanka­stjóri seg­ir að enn fari öll viðskipti á Íslandi fram í gegn­um alþjóðleg korta­fyr­ir­tæki og þess vegna hafi verið al­gjör­lega nauðsyn­legt að bank­inn ætti þessa seðla.

Aðspurður seg­ir Ásgeir að ekki verði gefið upp hversu mikið hafi verið prentað eða hvað bank­inn eigi mikið af papp­írs­seðlum.

„Þeir eru bara komn­ir í hús og það er búið að prenta þá en all­ir seðlabank­ar eru núna að prenta og sem bet­ur fer vor­um við bara á und­an í röðinni.“

Vilja tak­marka magn reiðufjár

Ásgeir seg­ir pen­inga­seðla þjóðhags­lega mik­il­væga ef tækn­in bregst og ef ekki verður hægt að taka við kort­um hér­lend­is í lengri eða skemmri tíma eða nálg­ast inni­stæður á banka­reikn­ing­um með öðrum hætti.

Seðlabank­inn hafi heim­ild vegna þjóðhags­varúðar til þess að leggja að ákveðnum mik­il­væg­um þjón­ustu­veit­end­um að taka við reiðufé til að tryggja að fólk geti notað pen­inga­seðla til að kaupa nauðsynj­ar.

Áhuga­vert verður að telj­ast, í því sam­bandi, að deilt hef­ur verið um hvort ís­lensk­um aðilum sé skylt að taka við reiðufé yf­ir­höfuð og ein­hverj­ir söluaðilar látið reyna á að neita að taka við reiðufé.

Þá hafa stjórn­völd talað fyr­ir því að tak­marka magn reiðufjár í um­ferð til að reyna að sporna gegn pen­ingaþvætti. Það seg­ir Ásgeir að ein­hverju leyti frum­stæðar aðferðir í þeirri bar­áttu.

Ásgeir segir peningaseðla þjóðhagslega mikilvæga.
Ásgeir seg­ir pen­inga­seðla þjóðhags­lega mik­il­væga. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Frum­stæð leið

„Fjár­mála­eft­ir­litið hef­ur verið að byggja upp sterk­ar varn­ir gagn­vart pen­ingaþvætti og við höf­um verið að þrýsta á bank­ana varðandi ferla og fleira, þannig að við telj­um okk­ur hafa náð mikl­um ár­angri í að berj­ast við pen­ingaþvætti. Það að fara að tak­marka pen­inga­seðla er frem­ur frum­stæð leið og önn­ur umræða,“ seg­ir hann.

Yf­ir­völd í Skandi­nav­íu hafi al­gjör­lega snúið við á þess­ari veg­ferð og nú vilji þau tryggja reiðufé. Þau hafi áður viljað tak­marka mjög notk­un reiðufjár.

Reiðufé er þjóðhags­lega mik­il­vægt og er skemmst að minn­ast stöðu reiðufjár í land­inu í kring­um banka­hrunið 2008. Ásgeir kem­ur inn á þessi mál í bók sem hann skrifaði eft­ir hrunið.

Dag­ana í kring­um fall bank­anna varð í raun banka­áhlaup. Fólk hafði áhyggj­ur af því að bank­arn­ir myndu falla og reikn­ing­ar þeirra frjó­sa.

Seg­ir Ásgeir að ein­mitt þetta hafi gerst í kring­um fall Lehm­an Brot­h­ers í Banda­ríkj­un­um. Fólk hafi þá byrjað að mæta í bank­ana og taka inni­stæður sín­ar út í reiðufé rétt eins og Íslend­ing­ar gerðu dag­ana í kring­um hrun.

Seðlarn­ir við það að klár­ast

Seg­ir hann það kannski ekki hafa haft bein áhrif á bank­ana en að all­ir seðlar hafi aft­ur á móti verið við það að klár­ast í fjár­hirsl­um Seðlabank­ans. Spurður hvað bank­inn hafi þá gert seg­ir Ásgeir að ef sig misminni ekki hafi tvö þúsund króna seðill­inn verið vara­birgðirn­ar.

Það rím­ar við heim­ild­ir Morg­un­blaðsins sem herma að farga hafi átt bretti af seðlum en fyr­ir ein­skæra til­vilj­un hafi förg­un­in taf­ist. Þá hafi verið hægt að koma þeim seðlum í um­ferð.

Ásgeir er ekki til­bú­inn að staðfesta þá sögu en seg­ist geta staðfest þó með nokk­urri sann­fær­ingu að tvö þúsund króna seðill­inn hafi komið til bjarg­ar. „Það má al­veg velta því fyr­ir sér hvað hefði gerst ef seðlarn­ir hefðu klár­ast.“

„Það má alveg velta því fyrir sér hvað hefði gerst …
„Það má al­veg velta því fyr­ir sér hvað hefði gerst ef seðlarn­ir hefðu klár­ast.“ mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Lög­regl­an höfðaði til fólks

Geir Jón Þóris­son, þáver­andi yf­ir­lög­regluþjónn í Reykja­vík, fór í viðtöl í fjöl­miðlum á þess­um tíma og lýsti áhyggj­um af auk­inni hættu á inn­brot­um. Í kjöl­farið minnkaði álagið á út­tekt reiðufjár úr banka­úti­bú­um mikið og fólk fór jafn­vel að leggja pen­ing­ana aft­ur inn.

Ásgeir seg­ir að á þess­um tíma hafi bank­arn­ir sjálf­ir haft áhyggj­ur af sín­um viðskipta­vin­um, sem voru þá að koma út úr bönk­un­um með jafn­vel háar fjár­hæðir. Örygg­is­verðir hafi verið sett­ir við inn­ganga til að auka ör­yggi viðskipta­vina bank­anna.

Þar sem lokað hafði verið á gjald­eyrisviðskipti hafi dýr­ir mun­ir einnig tekið að selj­ast grimmt; mun­ir sem annaðhvort héldu verði eða urðu verðmæt­ari með aldr­in­um eins og Rol­ex-úr og dýrt koní­ak. „Því bankainni­stæður eru það sem fólk reiðir sig á fyr­ir ör­yggi. Ef þú ótt­ast það að missa aðgengi að bankainni­stæðunum – fólk var byrjað að kaupa ýmsa hluti og jafn­vel byrjað að kaupa bíla og íbúðir til að finna skjól fyr­ir pen­ing­ana sína.“

„Við höf­um al­veg velt þessu fyr­ir okk­ur

Seg­ir seðlabanka­stjóri stöðuna öðru­vísi nú, þegar áhyggj­ur eru helst af því að fólk missi sam­band við reikn­ing­ana sína af tækni­leg­um ástæðum.

Í því sam­bandi nefn­ir hann að sænski seðlabank­inn reyni nú að út­búa seðladreif­ing­armiðstöðvar til að tryggja ör­yggi í seðladreif­ingu þannig að fólk geti náð sér í seðla.

„Við höf­um al­veg velt þessu fyr­ir okk­ur líka. Mér finnst eðli­legt að í stað þess að hver banki sé með hraðbanka sam­ein­ist bank­arn­ir um eitt­hvert innviðafé­lag sem er með þessa hraðbanka og þeir séu skipu­lega sett­ir niður á ákveðna staði. Það er tölu­verð breyt­ing á því hvernig er hugsað um seðla og mynt í um­ferð.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert