Maðurinn handtekinn og annar fluttur á sjúkrahús

Atvikið átti sér stað á Akureyri. Málið er til rannsóknar …
Atvikið átti sér stað á Akureyri. Málið er til rannsóknar hjá lögreglu. mbl.is/Sigurður Bogi

Karl­maður sem kastaði öðrum manni fram af svöl­um fyr­ir þrem­ur helg­um var hand­tek­inn af lög­reglu í kjöl­farið. Brotaþol­inn var flutt­ur á sjúkra­hús til aðhlynn­ing­ar með áverka.  

Málið er til rann­sókn­ar hjá lög­regl­unni á Norður­landi eystra. 

Þetta seg­ir Börk­ur Árna­son, varðstjóri hjá lög­regl­unni á Ak­ur­eyri, í sam­tali við mbl.is. 

Ekki í lífs­hættu

Lög­regl­an á Norður­landi eystra greindi frá at­vik­inu í færslu á sam­fé­lags­miðlum fyrr í dag. Í fyrstu um­fjöll­un mbl.is um málið kom fram að at­vikið hefði gerst um síðustu helgi en það er ekki rétt og hef­ur verið leiðrétt.

Í færsl­unni seg­ir lög­regl­an að of­beld­is­hegðun í sam­fé­lag­inu hafi auk­ist tölu­vert und­an­far­in miss­eri og kveðst hún hafa mikl­ar áhyggj­ur af því.

„Þarna var manni hent fram af stiga­gangi þar sem hann fer yfir vegg og lend­ir á öðrum stigapalli,“ seg­ir Börk­ur. 

Hann seg­ir að brotaþol­inn hafi ekki verið í lífs­hættu en að hann hafi verið flutt­ur á sjúkra­hús með ein­hverja áverka. Börk­ur seg­ist ekki vera með upp­lýs­ing­ar um tengsl árás­ar­manns­ins og brotaþola. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert