Manni kastað fram af svölum

Manni var kastað fram af svölum í umdæmi lögreglunnar á …
Manni var kastað fram af svölum í umdæmi lögreglunnar á Norðurlandi eystra um helgina. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Manni var kastað fram af svöl­um á Norður­landi eystra fyrr í mánuðinum. Lög­regl­an á Norður­landi eystra grein­ir frá þessu í færslu á sam­fé­lags­miðlum en seg­ir ekk­ert frek­ar frá mál­inu.

Í færsl­unni seg­ir lög­regl­an að of­beld­is­hegðun í sam­fé­lag­inu hafi auk­ist tölu­vert und­an­far­in miss­eri og kveðst hún hafa mikl­ar áhyggj­ur af því. Í fram­hald­inu seg­ir hún frá nokkr­um verk­efn­um lög­regl­unn­ar í síðustu vik­ur. 

„Í öðru máli var ekið á mann af ásetn­ingi þar sem hann var gang­andi á göngu­stíg. Í allt öðru máli var öku­manni veitt eft­ir­för og við fyr­ir­hugaða hand­töku ók sak­born­ing­ur fyr­ir­vara­laust á lög­reglu­bíl og voru tveir lög­reglu­menn í mik­illi hættu sem stóðu við bíl­inn. Á föstu­dag ógnaði maður lög­reglu­manni með hnífi við hand­töku í miklu ná­vígi svo ekki mátti muna miklu að illa færi. Lög­regla hef­ur hald­lagt mikið af fíkni­efn­um und­an­farið og rann­sókn­ir eru í gangi er lúta að skipu­lagðri brot­a­starf­semi. Þá eru ótal­in heim­il­isof­beld­is­mál, lík­ams­árás­ir og kyn­ferðis­brot sem eru því miður veru­leiki,“ seg­ir lög­regl­an á Norður­landi eystra í færslu sinni. 

Þá seg­ir enn frem­ur að aðgerðir og verk­efni lög­regl­unn­ar muni áfram taka mið af vinnu í for­vörn­um og að lög­regla muni beita sér gegn hvers kyns vopna­b­urði með það að leiðarljósi að tryggja ör­yggi lög­reglu­manna og al­menn­ings. 

Bend­ir lög­regl­an á að vopna­b­urður á al­manna­færi sé bannaður og gild­ir þá engu hvort vopn sé sýni­legt eða borið innan­k­læða. Viður­lög við fyrsta broti er að lág­marki 150.000 kr. sekt og fær­ist brotið á saka­skrá.

 Frétt­in hef­ur verið upp­færð: 

Í upp­runa­legri frétt stóð að mann­in­um hefði verið kastað fram af svöl­um um helg­ina en hið rétta er að at­vikið átti sér stað fyr­ir þrem­ur helg­um. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert