Nýir og rúmbetri sjúkrabílar til Íslands

Í Box-bílunum verður aðgengi að sjúklingi mun betra á meðan …
Í Box-bílunum verður aðgengi að sjúklingi mun betra á meðan flutningi stendur. Ljósmynd/Aðsend

Rauði kross­inn á Íslandi hef­ur samið um kaup á 25 nýj­um sjúkra­bíl­um. Þar á meðal eru svo­kallaðir Box-bíl­ar, en með þeirra til­komu er verið að mæta þörf fyr­ir betra rými og vinnuaðstöðu í sjúkra­rými bíl­anna.

Stefnt er að fyrstu bíl­arn­ir komi til lands­ins eft­ir um 18 mánuði.

Þetta seg­ir í til­kynn­ingu frá Rauða kross­in­um á Íslandi.

Mögu­leiki á 25 til viðbót­ar

Um er að ræða sautján Van-sjúkra­bíla eins og þegar þekkj­ast á göt­um lands­ins og átta fyrr­nefnda Box-bíla, en þetta er í fyrsta sinn sem þeir eru keypt­ir hingað til lands.

Samið var við Fast­us ehf. um kaup­in á bíl­un­um með mögu­leika á að kaupa aðra 25 til viðbót­ar og verða þeir smíðaðir hjá BAUS AT í Póllandi sem hef­ur smíðað sjúkra­bíla fyr­ir Rauða kross­inn und­an­far­in ár.

Aðgengi að sjúk­lingi mun betra á meðan flutn­ingi stend­ur

„Með til­komu Box-bíla er verið að mæta þörf fyr­ir betra rými og vinnuaðstöðu inni í sjúkra­rým­inu,“ er haft eft­ir Marinó Má Marinós­syni, verk­efna­stjóra sjúkra­flutn­inga hjá Rauða kross­in­um.

„Nú verður hægt að sitja báðum meg­in við sjúk­ling inni í sjúkra­rým­inu þannig að aðgengi að sjúk­lingi verður mun betra meðan á flutn­ingi stend­ur, ólíkt hefðbundn­um sjúkra­bíl­um þar sem rýmið er tak­markaðra.“

Staðsett­ir á stöðum þar sem álag er mest

Þá eru kass­arn­ir á Box-bíl­un­um hannaðir sér­stak­lega fyr­ir sjúkra­flutn­inga og er skipu­lag á skáp­um og hill­um í þeim að sögn Marinós betra og stærra. Bíl­arn­ir séu byggðir fyr­ir mikla notk­un og tald­ir end­ing­ar­betri.

Box­in séu sett sam­an í ein­ing­um og því eigi að vera auðveld­ara að skipta út að gera við ein­staka hluta, eins og skápa og raf­kerfi, án þess að hafa áhrif á aðra hluti í bíln­um.

Þá er gert ráð fyr­ir að nýju bíl­arn­ir verði staðsett­ir á stöðum í land­inu þar sem álag er mest, t.d. á stóru þétt­býl­is­stöðunum.

Stefnt er að fyrstu bílarnir komi til landsins eftir u.þ.b. …
Stefnt er að fyrstu bíl­arn­ir komi til lands­ins eft­ir u.þ.b. 18 mánuði. Ljós­mynd/​Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert