Sigurbjörn um markmiðin fyrir HM í Sviss

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 4:08
Loaded: 3.99%
Stream Type LIVE
Remaining Time 4:08
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
  • default, selected

Heims­meist­ara­mót ís­lenska hests­ins verður haldið í Sviss í ág­úst. Sig­ur­björn Bárðar­son er landsliðsein­vald­ur og hef­ur hann sett markið hátt fyr­ir leik­ana í sí­fellt bratt­ari brekku. Íslenska landsliðið náði sín­um besta ár­angri til þessa á síðasta móti sem fram fór í Hollandi 2023.

Í Dag­málaþætti dags­ins hér á mbl.is ræðir Sig­ur­björn mark­miðin sem hann vill að ís­lenska liðið nái á mót­inu. Hann viður­kenn­ir að þetta verði alltaf „sver­ara og sver­ara“ því ís­lensku hest­arn­ir sem fara út á mótið fá aldrei að koma til baka og eru seld­ir nýj­um eig­end­um eft­ir mót, vegna sótt­varn­ar­reglna.

„Við erum með stjörn­ur í hópn­um hjá okk­ur. Al­veg klár­lega,“ upp­lýs­ir Sig­ur­björn.

Nefndu nöfn

„Það má ég ekki. Það er svo viðkvæmt. Ég á eft­ir að velja liðið og þá er ég bú­inn að velja það fyr­ir­fram ef ég fer að nefna ein­hver nöfn. Við erum í þess­um hóp með stjörn­ur sem geta verið vinner­ar.“

Svo­lítið sér­kenni­leg aðstaða

Sig­ur­björn rifjar upp frá­bær­an ár­ang­ur ís­lenska liðsins í Hollandi á síðasta móti. Hann til­tek­ur sér­stak­lega Elv­ar og Fjalla­dís sem var eitt af stjörnupör­um síðasta móts. Nú þurfi Elv­ar að koma með ann­an hest og keppa við Fjalla­dís. „Þetta er ósann­gjarnt. Svo er það Jó­hanna Mar­grét með Bárð sem vann töltið og sam­an­lagður sig­ur­veg­ari. Mjalla­hvít­ur snill­ing­ur sem var af­burðapar. Hún er að fara að keppa við hann líka. Svo var hún dótt­ir mín líka, hún Sara sem vann fimm­gang­inn og hún þarf að fara að keppa á móti hon­um líka. Þetta er svo­lítið sér­kenni­leg aðstaða,“ viður­kenn­ir Sig­ur­björn.

Í lok viðtals­brots­ins sem fylg­ir frétt­inni fer Sig­ur­björn yfir hvaða ár­ang­ur hann væri sátt­ur við hjá landsliðinu í full­orðins flokki í Sviss í sum­ar.

Sig­ur­björn Bárðar­son fer um víðan völl í Dag­málaþætti dags­ins. Allt frá því hvernig hann heillaðist af hesta­mennsku þegar hann var í sveit í Skagaf­irði yfir í framtíðaráætlan­ir fyr­ir næsta heims­meist­ara­mót.

Þátt­ur­inn í heild sinni er aðgengi­leg­ur fyr­ir áskrif­end­ur Morg­un­blaðsins með því að smella á link­inn hér fyr­ir neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert