Telur tjónið hlaupa á tugum milljóna

Keyrðu bílarnir yfir mosa, runna og annan gróður á svæðinu.
Keyrðu bílarnir yfir mosa, runna og annan gróður á svæðinu. Ljósmynd/Aðsend

Land­eig­andi á Höfða hef­ur til­kynnt ut­an­vega­akst­ur buggý-bíla á svæðinu til lög­reglu og Um­hverf­is­stofn­un­ar. Land­eig­and­inn seg­ist aldrei hafa séð jafn mikið tjón af ut­an­vega­akstri á svæðinu áður og tel­ur að tjónið hlaupi á tug­millj­ón­um króna. 

Mbl.is greindi frá því í gær að mikl­ar skemmd­ir hefðu orðið á jarðveg­in­um á Hólms­heiði vegna svo­kallaðra buggý-bíla. Ræddi blaðamaður við Ingólf Guðmunds­son sem var sjón­ar­vott­ur að at­vik­inu. 

Nokkurt tjón er á jarðveginum.
Nokk­urt tjón er á jarðveg­in­um. Ljós­mynd/​Aðsend

Ófög­ur aðkoma

Ingólf­ur sagði að það hefði verið hóp­ur af 10 til 15 buggý-bíl­um sem hefði verið keyrt yfir jarðveg­inn. Sam­kvæmt lög­um um nátt­úru­vernd er óheim­ilt að aka utan vega. 

Land­eig­and­inn á Höfða sem mbl.is ræddi við seg­ir að aðkom­an að svæðinu hafi ekki verið fög­ur. Hann seg­ir að mikið rask hafi orðið á svæðinu og að mikið þurfi til að laga jarðveg­inn. 

„Þetta verður bara til þess að maður set­ur upp hlið.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert