Var lögreglu- og verslunarmaður

Guðmundur Ingi Kristinsson er nýr mennta- og barnamálaráðherra.
Guðmundur Ingi Kristinsson er nýr mennta- og barnamálaráðherra. mbl.is/Ólafur Árdal

Guðmund­ur Ingi Krist­ins­son, nýr mennta- og barna­málaráðherra, fædd­ist í Reykja­vík 14. júlí 1955.

Hann er son­ur þeirra Krist­ins Jóns­son­ar og Andr­eu Guðmunds­dótt­ur sem bæði eru lát­in. Eig­in­kona Guðmund­ar Inga er Hulda Mar­grét Bald­urs­dótt­ir og eiga þau fjóra syni. Með fyrri konu sinni, Ingu Dóru Jóns­dótt­ur, átti Guðmund­ur Ingi tvo syni en ann­ar þeirra er lát­inn.

Guðmund­ur Ingi er með gagn­fræðapróf frá tré­smíðadeild Ármúla­skól­ans í Reykja­vík. Seinna nam hann skrif­stofu­störf, vefsíðugerð og mynd­vinnslu í Nýja tölvu- og viðskipta­skól­an­um.

Hann var lög­reglumaður í Grinda­vík og Kefla­vík á ár­un­um 1974-1980 og starfaði eft­ir það í versl­un­inni Brynju við Lauga­veg í Reykja­vík frá 1981-1993. Á ár­un­um 2004-2012 sat Guðmund­ur Ingi í trúnaðarráði VR og var full­trúi þess á árs­fund­um Alþýðusam­bands Íslands.

Hann var kjör­inn á Alþingi fyr­ir Flokk fólks­ins í Suðvest­ur­kjör­dæmi árið 2017 en var ári fyrr kjör­inn vara­formaður flokks­ins. Frá upp­hafi þing­setu sinn­ar hef­ur Guðmund­ur Ingi verið þing­flokks­formaður flokks­ins og setið í vel­ferðar­nefnd þings­ins en hann tók við for­mennsku nefnd­ar­inn­ar fyrr á þessu ári. Þá hef­ur hann sinnt marg­vís­leg­um verk­efn­um á sviði nor­rænn­ar sam­vinnu.

Lesa má nán­ar um málið í Morg­un­blaðinu í dag

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert