Varasamasta hringtorg landsins

Um sextíu tjón voru skráð hjá Sjóvá á síðasta ári, …
Um sextíu tjón voru skráð hjá Sjóvá á síðasta ári, aðeins á þessu hringtorgi, að sögn Hrefnu Sigurjónsdóttur, verkefnastjóra forvarna hjá Sjóvá. Ljósmynd/Aðsend

Vara­sam­asta hring­torg lands­ins er staðsett við Flata­hraun í Hafnar­f­irði, að sögn sér­fræðings Sam­göngu­stofu. Or­sök­in er tal­in vera svo­kallaður auka arm­ur úr hring­torg­inu sem ligg­ur inn í þjón­ustu­göt­una við Bæj­ar­hraun.

„Þessi staður er sér­stak­lega slæm­ur vegna þess að þetta lít­ur út eins og fjög­urra arma hring­torg, Bæj­ar­hraunið á þarna aðkomu svo­lítið óvænt,“ seg­ir Gunn­ar Geir Gunn­ars­son, deild­ar­stjóri ör­ygg­is- og fræðslu­deild­ar Sam­göngu­stofu.

Lang flestu um­ferðaró­höpp­in eigi sér stað í kring­um þenn­an „bæj­ar­hrauns­arm“.

Þegar talað er um hættu­leg hring­torg er átt við flest óhöpp. Að sögn Gunn­ars verða ekki sér­stak­lega mörg slys á fólki í árekstr­um á hring­torg­um. Hraðinn sé það lít­ill að ef það verða árekstr­ar þá er fólk al­mennt ekki að slasast.

„Ef við skoðum fjölda óhappa þá er þetta versta hring­torgið á land­inu. Sam­kvæmt okk­ar skrán­ingu voru þetta 163 óhöpp á fimm ára tíma­bili, en við gef­um út slysa­skýrslu á hverju ári og við grein­ingu á gatna­mót­um eru skoðuð fimm ár í einu.“

Seg­ir um­ferðina vera sam­vinnu­verk­efni

„Þetta hring­torg er of­ar­lega hjá okk­ur á lista hvað varðar tjón, og hjá Sam­göngu­stofu hvað varðar gatna­mót með flest­um árekstr­um án meiðsla,“ seg­ir Hrefna Sig­ur­jóns­dótt­ir, verk­efna­stjóri for­varna hjá Sjóvá.

Um sex­tíu tjón voru skráð hjá Sjóvá á síðasta ári, aðeins á þessu hring­torgi. Þess­ar töl­ur eru í stór­um drátt­um hægt að marg­falda með þrem­ur ef stóru trygg­ing­ar­fé­lög­in eru tek­in sam­an. Miðað við það væri eitt óhapp ann­an hvern dag á um­ræddu hring­torgi.

„Sam­kvæmt gögn­um Sjóvá verða um 30% þess­ara óhappa við það að ekið sé aft­an á annað öku­tæki. Önnur 30% verða þegar viðkom­andi veit­ir innri hringn­um ekki for­gang eins og hann á að gera. Síðan eru um 10% óhappa vegna þess að fólk er ekki að virða biðskyldu,“ seg­ir Hrefna.

Mark­mið Sjóvá hef­ur um nokk­urn tíma verið að nýta um­hverf­is­skilti til að koma mik­il­væg­um skila­boðum til veg­far­enda á vara­söm­um stöðum í um­ferðinni.

„Við höf­um verið að biðla til fólks að fara var­lega. Það gefi sér aðeins meiri tíma og hafi fulla at­hygli við askt­ur­inn, líti til beggja hliða og sýni til­lits­semi. Um­ferðin er sam­vinnu­verk­efni,“ seg­ir Hrefna.

Mik­il um­ferð og ein­kenni­lega hannað hring­torg

Gríðarlega mik­il um­ferð er um hring­torg lands­ins en að sögn Hrefnu voru þau hönnuð þegar annað lands­lag var í um­ferðinni. Hring­torgið við Flata­hraun sé því ekki eins­dæmi þó staðan sé verri þar en ann­ars staðar.

„FH er við Flata­hraun, þar sem marg­ir iðkend­ur tóm­stund­a­starfs koma að all­an dag­inn. Svo verður mjög mik­il um­ferð vegna at­vinnu­starf­semi og ferða til og frá Kefla­vík­ur­flug­velli,“ seg­ir Hrefna.

„Þó að mik­il um­ferð hafi áhrif þá er þetta meðal ann­ars að ger­ast af því að þetta er ein­kenni­lega hannað hring­torg. Þessi fimmti arm­ur er að valda vand­ræðum, og ég er viss um að flest­ir væru til í að þetta yrði end­ur­skoðað á ein­hvern hátt.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert