Vilja aðgerðir vegna almyrkva

2026 Almyrkvi.
2026 Almyrkvi.

Sautján þing­menn hafa lagt fram til­lögu til þings­álykt­un­ar um skip­un aðgerðahóps vegna al­myrkva á sólu 12. ág­úst 2026. Sam­kvæmt til­lög­unni er gert ráð fyr­ir að rík­is­lög­reglu­stjóri leiði aðgerðahóp­inn.

Í grein­ar­gerð með til­lög­unni er rakið að bú­ast megi við mikl­um fjölda gesta við þetta tæki­færi auk þess sem Íslend­ing­ar verði sjálf­ir á far­alds­fæti til að berja dýrðina aug­um.

„Verði það raun­in mun mik­ill fjöldi fólks streyma að ein­um til­tekn­um stað eða nokkr­um stöðum, jafn­vel þar sem eng­ir innviðir eru til staðar til að flytja þetta fólk, veita því nauðsyn­lega þjón­ustu, svo sem sal­erni og veit­ing­ar, eða gæta ör­ygg­is þess.

Vísa má á þá lær­dóma sem dregn­ir voru af hátíðahöld­um á Þing­völl­um í til­efni 50 ára af­mæl­is lýðveld­is­ins. Einnig verður að hafa í huga að um­ferð að al­myrkv­anum lokn­um verður veru­leg áskor­un,“ seg­ir í grein­ar­gerð.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert