Brot gegn kennurum verða skráð fyrst

Ekkert miðlægt atvikaskráningarkerfi er nú fyrir hendi til að halda …
Ekkert miðlægt atvikaskráningarkerfi er nú fyrir hendi til að halda utan um ofbeldisbrot barna eða ofbeldi gegn börnum í skólum borgarinnar. mbl.is/Karítas

Reykja­vík­ur­borg hyggst leggja áherslu á að skrá­setja fyrst of­beldi af hálfu barna í garð kenn­ara áður en of­beldi gegn börn­um verður skrá­sett er borg­in inn­leiðir nýtt at­vika­skrán­ing­ar­kerfi vegna of­beld­is í skól­um.

Þetta kem­ur fram í svari skóla- og frí­stunda­sviðs borg­ar­inn­ar við fyr­ir­spurn Morg­un­blaðsins.

Morg­un­blaðið og mbl.is hafa und­an­farn­ar vik­ur greint frá of­beldi meðal grunn­skóla­barna. Brot­in eru al­var­leg og eru dæmi um að of­beldið sé skipu­lagt og börn hafi hlotið var­an­leg­an skaða. For­eldr­ar kvarta sár­an und­an úrræðal­eysi og skorti á upp­lýs­ing­um frá skól­an­um.

Ekk­ert miðlægt at­vika­skrán­ing­ar­kerfi er nú fyr­ir hendi til að halda utan um of­beld­is­brot barna eða of­beldi gegn börn­um í skól­um borg­ar­inn­ar.

Soffía Ámunda­dótt­ir, kenn­ari til þrjá­tíu ára og sér­fræðing­ur um of­beldi meðal barna, hef­ur sagt að of­beldi sé að verða al­geng­ara meðal barna og gróf­ara. Í viðtali við Morg­un­blaðið í síðasta mánuði gagn­rýndi hún m.a. skort á miðstýrðum verk­ferl­um og skrán­ingu at­vika.

„Fræðin segja okk­ur það að ef við vilj­um ekki tala um þetta þá breyt­ist ekki neitt. Þetta viðmót okk­ar – „æ, þetta redd­ast bara“ – það er bara ekk­ert að fara að ger­ast,“ sagði Soffía í viðtal­inu í fe­brú­ar.

Vinna að öfl­un upp­lýs­inga

Í svar­inu kem­ur fram að mannauðs- og starfs­um­hverf­is­svið Reykja­vík­ur­borg­ar vinni að því að koma upp miðlægu og ra­f­rænu at­vika­skrán­ing­ar­kerfi.

Í fyrstu verða þó aðeins skráð til­vik þar sem starfs­fólk borg­ar­inn­ar verður fyr­ir of­beldi, ekki börn­in. Er þá um að ræða of­beldi sem nem­end­ur og/​eða aðrir beita starfs­fólk borg­ar­inn­ar.

Í svari sviðsins kem­ur þó einnig fram að skóla- og frí­stunda­svið vinni að öfl­un upp­lýs­inga frá grunn­skól­um varðandi of­beldi á yf­ir­stand­andi skóla­ári.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert