Brotist inn í skóla

Brotist var inn í skóla í Hlíðahverfi.
Brotist var inn í skóla í Hlíðahverfi. mbl.is/Sigurður Bogi

Brot­ist var inn í skóla í Hlíðahverfi í dag þar sem tölvu og mynd­varpa var stolið. Þjóf­ur­inn hafði yf­ir­gefið vett­vang þegar lög­reglu bar að garði en fannst skömmu síðar og komst þýfið til skila. 

Frá þessu er greint í dag­bók lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu þar sem seg­ir frá verk­efn­um henn­ar frá klukk­an 5 í morg­un og til 17 í dag. Alls voru 104 mál bókuð í kerfi lög­reglu á tíma­bil­inu og gista tveir í fanga­klefa. 

Lög­regla var einnig kölluð út vegna inn­brots og þjófnaðar á hót­eli í miðbæ Reykja­vík­ur þar sem áfengi var stolið. Þjóf­arn­ir voru farn­ir af vett­vangi er lög­regl­an kom á staðinn en í dag­bók­inni seg­ir að lög­regla hafi grun um hverj­ir hafi staðið að þjófnaðinum. 

Ók á 133 kíló­metra hraða

Þá voru einnig unn­in skemmd­ar­verk í versl­un í Háa­leit­is- og Bú­staðahverfi. Málið var af­greitt á vett­vangi með skýrslu­töku af ger­anda. 

Ökumaður var stöðvaður í Hafnafirði fyr­ir of hraðan akst­ur en sá keyrði á 133 kíló­metra hraða á götu þar sem há­marks­hraðinn er 90. Málið var af­greitt með sekt. 

Einn var hand­tek­inn í Breiðholti vegna skemmd­ar­verka. Var maður­inn í ann­ar­legu ástandi og er hann vistaður í fanga­geymslu. 

Sinnti lög­regl­an einnig tveim­ur til­kynn­ing­um um um­ferðaró­höpp, annað þeirra var í Múl­um og hitt í Kópa­vogi. Eng­in slys urðu á fólki og voru mál­in af­greidd á vett­vangi. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert